Kirkjuritið - 01.02.1967, Síða 46

Kirkjuritið - 01.02.1967, Síða 46
92 KIItKJUItlTIÐ gestum og gangandi opið' — eða eins og hann orðaði það, að þar slokknaði aldrei eldur frekar en á neðri byggðinni, og margir nutu þar lengi liælis. Einn þeirra var „Peter- sen“ þ.e. Sigurður skáld Pétursson, fyrr sýslumaður. Von að eitt megin efni allra bréfanna — sem flest eru til Bjarna — sé efnahagsástand hiskups, sem aldrei raknar verulega úr. Glaðlyndi sínu og kímni heldur hann samt til loka og beitir henni ósjaldan svo fimlega með fáum orð- um, að engu þarf við að hæta. Verður að taka þess örfá dæmi: 14.september 1807: „Hver hefur staðið fyrir að láta þrykkja, eorrigera etc. það Nýja- testamenti, sem nú gefins á að út- deilast meðal vor? Og hver hefur skrifað formálann? Svo miklar þakkir, sem ég kann þeim góðu mönnum, sem hafa kontrihuerað til þess að hókin yrði gefins útdeild, svo litla kaim ég þeim hirðnlausa .., sein hefur hesorgað udgaven, liver sem helzt liann er, og enn nú minnstar þeim, sem formálann hef- ur skrifað. Berðu undir vin okkar, Arna Helgason, á hvaða guð vísi þetta, á honum muni verða kvarð- að: „að vita það og trúa því, hvaS þessi hók inniheldur, útrekur eilífa sáluhjálp. Án þessarar trúar kann enginn að verða frelsaður.“ Þunnskipað verður ])á hjá guði mínuni, ef ekki fleiri en þessir verða með honum. Líka skilst mér sem fjandinn megi færa út kvíarnar, ef hann á að hýsa alla hina.“ 26. marz 1809: „Frá Leirárgarðaprentverki er nú ekkert af nýju útkomið nema lær- dómsbókin í fyrra, aukin með að- skiljanlegum ekki ómerkilegum prentvillum og víða klesst og hart að ólæsileg. Sjálft prenthúsið skal og vera farið að hallranga til muna, og er að kunnugra vitni eins á sig komið og Dómkirkjan, nefnilega alls óhæft til þjónustugjörðarinnar. 3. marz 1820: „Af nafnkenndum eru dánir skáldið síra Jón Þorláksson, og hef- ur konferensraad M. St. ort erfiljóð eftir hann, og sýndist mér það eng- um skyldara.“ (30. ágúst 1820) „Von er þó minni tannlausu sál félli illa að tyggja grafskriftina eftir síra Jón Þorláksson í Klausturgrána, þar þín, miklu hetur tennt, gat það ekki. Mun þá cnginn vakna, sein getur kveðið og kveður verðug erfi- ljóð eftir hann?“ Rúmið leyfir ekki nteiri ívitnau- ir af þessu tagi. Hér er líking af óskyldnm toga spunnið. Biskup tekur sárt lil þess hve Stefán Þórarinsson, amtmaður á Möðruvöölum, lætur marga presta kenna á valdi sínu. Meðal þeirra var síra Þorkell Ólafsson, stiptpró- fastur og segir Geir hiskup svo fra því (7. 5. 1816): „I haust sendi hann (þ.e. anit' maÖur) mér klögun yfir gamla síra Þorkeli Ólafssyni, að hann forsóm- aði emhætti sitt, samda í hans eigb' anda. Eg skrifaði prófasti að rann- saka þetta efni, og reyndist þá of mikið satt í því, að karlskepnai' ekki hefur prédikað á vetrum, þeg' ar kalt hefur verið, ekki farið í hús- vitjun og sjaldan spurt hörn 1 kirkju. En undireins upplýstist, að hann er hestlaus, reiðtygjalaus og klæðlaus. Nú sé ég það eina t-1 ráða, að liann resigneri, og þá ligg' ur ekkert fyrir honum nema sveit lians á Suðurnesjum. Guð náði rentukammerið fyrir meðferðina a honum!“ Síra Þorkell dó 1820 og segir biskup ])á um hann: „Hann var

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.