Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 10

Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 10
KIRKJUItlTIÐ 328 merka þjónustn, ber oss að minnast manns, sem lengi og vel hefur þjónað kirkju vorri, þótt óvígður sé. Það er dr. PáU Isólfsson, en liann lét af starfi sínu sem organleikari við Dóm- kirkjuna 1. janúar s. 1. Hann er kunnur utan lands og innan sem einn hinna fáu frábæru snillinga á sviði listar sinnar. Hann liefur einnig orðið næsta kær öllum þeim, sem þess hafa notið að kynnast honum og eiga við hann samstarf. Það tekur ekki sízt til presta, en með honum höfum vér lifað margar vorar liæstu stundir um áratugi og liefur hann átt sinn óvið- jafnanlega þátt í þeim. íslenzk prestastétt vottar dr. Páli ls' ólfssyni dýpstu virðingu og þakkir og biður honum og heiniih lians allrar Guðs blessunar. Ragnar Björnsson var ráðinn eftirmaður dr. Páls við Dóm- kirkjuna og bjóðum vér liann velkominn að þessu mikilvæga starfi með öllum góðum óskum. Enn fremur fengu þessir prestar að eigin ósk lausn frá ein- bætti: 1. Sr. Kristján Búason, Ólafsfirði, frá 1. sept. 1967. Hann vígðist til Ólafsfjarðar 19. júní 1958 en hefur nú um þriggja ára skeið dvalizt erlendis við framlialdsnám. Mun liann án efa ætla sér að hverfa aftur að þjónustu í kirkju sinni, þegar liann hefur náð því lærdómsmarki, sem liann keppir að. 2. Sr. Ámi Sigurðsson, Neskaupstað fékk lausn frá 1. okt. og hefur í vetur verið kennari við Menntaskólann á Akureyri- Hann sótti á þessu vori um Þingeyrarklaustursprestakall °S liefur kosning farið fram. Vænti ég þess, að vér mununi hrátt mega fagna lionum að nýju sem þjónandi presti. 3. Sr. Ásgeir Ingibergsson sagði lausu starfi sínu sem ráðiim prestur meðal Islendinga á svæði Keflavíkurflugvallar frá !• febrúar þ. á. Hann hefur gerzt prestur í lútherskum söfnuði i Canada. Honum og fjölskyldu lians fylgja góðar óskir vorar og þakkir fyrir starfsárin í íslenzku kirkjunni. 1 starfið á Keflavíkurflugvelli hefur ekki verið ráðinn aniiar maður og verður væntanlega ekki, enda ber nú að stefna að því, að Njarðvíkur verði sjálfstætt prestakall, eins og mann- fjöldi heimilar. Einar Einarsson, djákni, sagði lausu starfi sínu í GrímseVi enda fluttist liann brott úr eynni. Hann var ráðinn sem djákm °g vígður djáknavígslu vorið 1961 og skyldi annast prédikun-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.