Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 24

Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 24
342 KIRKJURITIÐ er vér liöfum yður gefið“. Svolítið seinna í sama hréfi, Fil- 4,8—9, segir liann: „Að endingu, bræður, allt, sem er satt, allt, sem er sómasamlegt, allt, sem er rétt, allt, sem er lireint, allt, sem er elskuvert, allt, sem er gott afspurnar, hvað, sem er 'Jyggð og hvað, sem er lofsvert, liugfestið það. Þetta, sem þér hafið bæði lært og numið og séð til mín, það skuluð ])ér og gjöra; og Guð friðarins mun vera með yður“. Ég þori ekki að íaka mér þessi orð í munn. Það er eins og ég lieyri Guð segja: „Dirfist þú að telja upp boðorð mín, syndari? Veiztu ekki, að liver dyggð, sem þú nefnir, er dómur yfir lífi þínu, sannar á þig synd“. En væri rétt að þegja? Er ekki betra að taka á síg kinnroðann en þegja um það, sem Guð liefur sent oss til að boða. Heilagar kröfur þvinga oss til að sleppa allri hrósun og framganga í lítillæti fyrir Guði. „Ferið eftirbreytendur GuSs“. Hvernig er það hægt? Ekki höfum vér séð Guð. Hvernig á liann þá að vera fyrirmynd vor? Jú, svo framarlega, sem vér trúum á hann, að hann elski oss og iiafi sent frelsarann til að endurleysa oss. Gætum vel orðum postulans, sem vér erum að rannsaka. „Verið eftir- breytendur Guðs svo sem elskuð börn hans“. Þar stendur ekki: svo sem elskuleg börn hans. Hann elskar oss án tillits til þess, hvort vér erum elskuleg eða ekki. Það er eins og postulinu segi: „Ég áminni yður vegna elsku Guðs til yðar að breyt;l eftir lionum í elskunni“. Foreldrar laða ekki hörn sín til elsku, eí þau auðsýna ekki bömunum elsku. Guð elskar oss. Þannig laðar liann oss til eftirbreytni. Þess vegna segir Jóliannes post- uli í 1- Jóli. 4,19: „Vér elskum, því að hann elskaði oss að fvrr;; hragði“. En það er ekki víst, að allir hafi komið auga á elsku Guðs- Það þykir svo sjálfsagt, að oss líði vel, höfum allt, sem vér þörfnumst og meira en það. Það lýkst ekki upp fyrir oss f)'rI en oss fer að vanta, að þetta séu gjafir, óverðskuldaðar gjafrr' Jesús kenndi lærisveinum sínum að sjá elsku Guðs, sem er söi» við alla, góða og vonda, trúaða og vantrúaða. Flettum upp f Fjallræðunni, Matt. 5,43 nn: „Þér hafið lieyrt, að sagt var: Þ» skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. (Seinustu orðin eru auðvitað skýring skammsýnna manna. Lesum svo áfruin; 1 En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, til þess að þér séuð synir föður yðar, sem lsetui

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.