Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 31

Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 31
KIRKJURITIÐ 349 Þarna var allt í einu orðinn fjölmennur söfnuður liins sund- ítrleitasta fólks, sem þessi sjúki kristindómsvinur leitaðist við að liugga og þjóna og gjörast liirðir fyrir. Þarna voru mótmælendur og aðventistar, katólskir og guðs- afneitarar, S. S. menn og nazistaforingjar. Seinna lýsti Tliadd- e,i þessu fólki og umhverfi þess með eftirfarandi orðum: „Þetta voru fyrst og fremst manneskjur, bágstaddar, liungr- aðar og þjáðar manneskjur, sem þráðu gjafir Guðs náðar. Þarna seitlaði lind lífsins mitt í auðn þeirrar veraldar, sem virtist ekki annað en auðn örvæntingar, eymdar og dauða“. En einmitt þarna og í þessu umhverfi fæddist liugsjónin um kirkjudag. Eitthvað handa öllum, sem leita og þjást í þessum ^alda, liarða og miskunnarlausa lieimi, eitthvað sem svarar kalli hins mannlega einmanaleika í auðn og grinnnd þeirrar jarðar, sem miskunnarleysi og heimska liafa breytt í kvala- stað ótta og örvænis. Svo hófust heimsendingarnar. Hvað eftir annað var nafn Thaddens strikað xit af listanum yfir heimsenda fanga. En ^oksins kom þó að því, að för hans til þýzkalands aftur var ákveðin. En skilnaðurinn við félaga og vini í fangabúðum Rússa var ekki eins auðveldur og ætla mætti. Og einmitt á þeim stund- fullgerðist hugmyndin um kirkjudag þarna í timburskál- at>um við Isliafið. Var þetta ekki einmitt ldutverk, sem kirkjan liafði lítt eða ekki sinnt til þessa. Þetta að flytja boðskap fegurðar, frelsis, friðar og vonar ekki einungis hinum útvöldu innan kirkjudyr- a»na, þar sem allt var í liaginn húið, heldur einnig og miklu freniur þeim, sem fyrir utan stóðu í kuldanum, þeim sem 'irtust liafa snúið baki við Guði í kæruleysi, blindni, beiskju og trjózku, til hinna einmana, villuráfandi og vonsviknu. Átti ekki einmitt reynsla og böl styrjaldar og fangelsana að um- ^ryndast í blessun lianda þeim, sem liöfðu séð guðum sínum af stalli steypt og stóðu allslausir eftir í auðninni. Naest hittum við Tliadden í Genf 1946. En rétt fyrir jólin 1945 liafði liann barið að dyrum hjá Diebelius biskupi í Berlín, klæddur tötrum, sem fyrir löngu síðan liöfðu kallazt föt, ör- ■^nagna af þreytu, upptærður af fæðuskorti, búinn að veltast vikum saman í farangurslest þeirri, sem flutti heimsenda fanga

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.