Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 32

Kirkjuritið - 01.07.1968, Page 32
KIRKJURITIÐ 350 úr nyrztn þrælabúðum Rússa. Þegar liann og biskupinn sáust síðast vó Thadden 90 kíló, nú vó liann aðeins 90 pund. Nokkrir vinir lians höfðu komið honum fyrir á hressingar- liæli í Sviss. Þar naut hann styrks á vegum Alkirkjuráðsins. Rödd sína hafði liann misst, og liann liafði nú þegar gengið undir fyrstu liálsaðgerðir til að bæta úr þeim liálssjúkdóini, sem hann hafði fengið í fangabúðunum, en þeir uppskurðir urðu 25 alls, en ekkert hefur samt getað gefið honum rödd lians að nýju. En livert sinn sem af honum bráði ræddi hann hugmynd sína um kirkjudaginn, sem yrði að komast í framkvæmd sem allra fyrst. Flestir og þar á meðal beztu vinir hans töldu þetta li jal lians algjört rugl, þar eð Jiann Jiefði bilazt í fangavistinni °S sjúkleikanum. Einn biskupinn af öðrum lagði liugmynd lians í salt eða ís eftir atvikum. Og meira að segja æðsta ráð evangelisku kirkjunnar í Þýzkalandi afflutti og eyðilagði þessa liugmynd og taldi liana ókirkjulega fjarstæðu og leikmanns- Jijal. Alkirkjuráðið sá sér ekki fært að ala lengi önn fyrir Tliadd- en. Hann sneri því bráðlega heim til Þýzkalands og fékk þar ósköp ómerkilegt starf sér til viðurværis. Eignir lians í Poinffl" ern höfðu verið teknar eignarnámi í þágu hins kommuniska alþýðulýðveldis austan járntjalds. Hann var allslaus. En ekk- ert fékk aftrað Jionum frá því að koma liugsjón sinni uffl kirkjudaginn í framkvæmd. Undirbúningurinn að fyrsta kirkjudeginum í Essen 1950 varð algerlega eins manns starf. Tliadden var allt: formaður, ritari, gjaldkeri og framkvæmdastjóri. Hann Jiafði enga skrif' stofu, varla síma. Hann fór betliför milli kirkjuliöfðingja og verksmiðjuforstjóra, og var miklu betur tekið lijá þeim síð- ar nefndu. í Essen fékk liann borgarstjórnina með sér til starfsins, og framkvæmdanefnd var skipuð á liennar vegum, sjálfboðaliðar gáfu sig nú fram og allt í einu var undirbúningur samkoffl' unnar í fullum gangi. En samt har einn maður allan þungann á Jierðum og hjarta, nóttina áður en setningaratliöfn 1. Þýzka-evangeliska kirkju- dagsins skyldi fara fram, lá sjálfur leiðtoginn, Tliadden and- vaka á sófanum sínum og grét af ofreynslu og kvíða. En að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.