Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 345 langflest börnin döfnuSu vel og urðu nýtir menn, ýmist í Bretlandi, Kanada og víðar. Álit manna á stofnununum fór sívaxandi eftir því sem árin liðu. Peningar söfnuðust víða að. Farið var að reisa sjúkraliús, skóla og stórar vinnustofur í sambandi við heimilin. í fæðing- arborg Barnardo, Ilford, var reist lieilt þorp handa stúlku- börnum, þar sem tugþúsundir liafa notið hjálpar. VIII. Mikil álierzla var lögð á ])að, að komast eftir því, liver væri *tt og uppruni livers barns, sem lilaut inntöku í stofnun hjá Barnardo. Síðan var skrifuð skýrsla um þessar upplýsingar. En auðvitað var oft erfitt að fá viðhlítandi upplýsingar. En cinstaklingsskýrslurnar bera margt atbyglisvert með sér, þótt þær séu yfirleitt fáorðar. Skal bér tekið eitt sýnisliorn: „R. E. er 13 ára. Honum var bjargað ásamt systur sinni, 9 áfa (nú í stúlknaþorpinu í Ilford), frá voðalegu heimili, sokknu niður í lesti og eymd. Faðirinn gjörspilllur, hefst ekkert að, hefir orðið uppvís að ölæði og bardögum 21 sinni. Móðirin 6 sinnum uppvís að ölæði og þjófnaði. Systir 15 ára, nú þegar orðin portkona, 5 sinnum uppvís að þjófnaði. Eldri bróðirinn 14 ára, sannur að svipaðri sök. Bæði móðir og systir t fangelsi, þegar bömunum var veitt viðtaka. Drengurinn tieyddur af spiltum foreldrum til að betla — og eftir sögusögn ~~ einnig að stela. Var á liraðri leið niður á við. Hafði fyrir ®ið að sækja mannfundi, þar sem kappleikir fóru fram, lát- a®t vera að selja blóm og betla um leið. En þrátt fyrir allt, reynist hann lilýðinn og góður drengur. Systirin beilsutæp. E°na nokkur í nágrenninu vakti athygli mína (Barnardo) á þessu máli og sóknarpresturinn studdi málið fastlega.“ Eetið er í einni skýrslunni um það, að kona, sem bar þess Or0ek merki, að liún væri vændiskona, kom til Barnardo og Sasði honum ófagra sögu. Húsmóðir hennar hafði keypt — já ^eypt tvö stúlkubörn, 6 og 8 ára, og ætlað að bafa þau fyrir ^éþúfu, þegar þær befðu aldur til. Vændiskonan kom í þeim erindagjörðum að biðja Barnardo að bjarga stúlkunum. Og bann lét ekki standa á sér, heldur keypti þær og tók þær að sér.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.