Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 46
KIRKJURITIÐ
380
strönd. A3 lokum voru séra Jóni Kr. Isfeld fluttar einlægar þakkir fyrir
inerk störf og þjónustu að málefniun félagsins.
Hóladeginum lauk kl. 6,30 síSdegis. Yfir Hólastað blakti íslenzki fáninn.
Síðdegis voru prestar í boði prófastshjónanna þar á staðnum. Hátíðahöldin
fóru mjög vel fram. Tilkomumikið var að hlusta á hinar voldugu kirkju-
klukkur hljóma milli fjallanna í Hjaltadal.
Gjafir til Hólaneskirkju í HöfSakaupstað 1969. — Hólaneskirkja fékk nýja
hurð úr harðviði, gefna af fermingarhörnum frá 1928, og Sigurði Sölvasym
kaupmanni.
Þá var kirkjunni gefinn messuhökull með stólu, enskur, rómönsk
gerð. Ilandsaumaður, grunnur rauðrósólt damask, en krossinn allur gull-
halderaður og stafirnir I. H. S. Hökull þessi er í tölu slíkra gripa er
flytjast nú beztir til landsins. Hökullinn er gefinn til minningar um Þór-
eyju Jónsdóttur frá Brúarlandi, f. 22. 6. 1900, d. 29. 12. 1965, af sóknar-
börnum og heitfé.
Kirkjunni voru einnig gefnar ohlátudósir úr skíru silfri, er standa !l
kúlufótum, með lcross á loki. Að innan eru þær gullroðaðar, með 10
hólfum fyrir brauðið. Oblátursdósirnar vega 400 gr., á þær er letrað:
Minningargjöf um Fritz H. Magnússon, f. 6. 5. 1890, d. 19. 10. 1966. Til
Hólaneskirkju frá eiginkonu lians, Klöru Helgadóttur.
Hofskirkju á Skagaströnd voru gefnir tveir kertastjakar úr kopar, nieð
þessum áletrunum:
Frá Kvenfélaginu Heklu. Minning Guðbjargar Kristmundsdóttur, Tjörii>
f. 2. 10. 1897, d. 18. 6. 1967. Anna Tómasdóttir, Víkum, níræð 4. 11. 1968,
er grafið á stjakann.
Grafskrift í Ijóðum, skrautritaða, yfir Árna Sigurðsson, hónda í Höfnum,
f. 7. marz 1835, d. 17. júlí 1866, ljóðið eftir Hans Natansson á Þóreyjar'
núpi, hefur kirkjan ennfremur hlotið að gjöf.
Hálslcirkja, Fnjóskadal. Árið 1969 bárust Hálskirkju þessar gjafir:
1) Tveir fjórarma silfurkertastjakar, ásamt súlum undir þá, útskornum
í eik og birki af Kristjáni Vigfússyni, Ytra-Árskógi. Gefnir til minningar
um bræðurna, Kristján og Stefán Kristjánssyni, skógarverði á Vöglum,
konur þeirra, Þórunni Jóhannesdóttur og Kristensu Stefánsdóttur. Gjöfi0
aflient söfnuðinum 4. apríl (páskadag), en 8. s. m. voru 100 ár frá f*®"
ingu Kristjáns Kristjánssonar. Gefendur: Börn hjónanna Kristjáns og
Þórunnar.
2) Tveir íslenzkir fánar, ásamt fánastöngum, uppsettum við sáluhli®-
Gefnir af hjónunum Marselínu Hermannsdóttur og Karli J. Kristjánssynu
lögregluþjóni, Þórunnarstræti 122, Akureyri, til minningar um hörn þeii'ra>
Guðrúnu Arndísi (f. 6. júlí 1963, d. 19. okt. 1965) og Ásgeir ( f. 27 jú111
1966, d. 7. ágúst 1968). Gjöfin afhent söfnuðinum sd. 22. júní.
3) Altarisklœði. Gefendur: Börn prestshjónanna sr. Einars Pálssonar
Jóliönnu Katrínar Kristjönu Gunnlaugsdóttur Briem. Sr. Einar vígðist 11
Hálsprestakalls 1893 og þjónaði því til 1904. Gjöfin aflient söfnuðinun1