Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 32
366
KIRKJURITIÐ
IV. Lúther maSur allrar kristni
Það var nýbreytni, að kardináli frá Róm, Villebrannt að naf»J
var meðal ræðumanna og flutti fyrirlestur um aukið samstarf
og skilning milli kirkjudeildanna. Hann fór viðurkenningai'"
orðum um Lútlier, og taldi liann ekki aðeins vera manö
lútliersku kirkjunnar heldur alls kristindóms. Þó að liann hefði
á sínum tíma orðið þess valdandi að katólska kirkjan klofn-
aði, þá átti liann eigi að síður svo margt sameiginlegt nieð
katólskum mönnum, og áhrifa lians hefur einnig orðið vart
innan katólsku kirkjunnar á síðari tímum.
Kveðjur bárust frá öðrum kirkjudeildum, vinar og bróður-
kveðjur frá grísk-orþódoxu kirkjunni í Konstantinópel og
Moskvu, frá ensku biskupakirkjunni og alls staðar kom frain
Iiinn sterki bróðurandi og samstarfsvilji.
Eini verulegi ágreiningurinn var, að því er virtist niill1
fulltrúa yngri og eldri kynslóðarinnar á þinginu sjálfu. Nokkr-
ir lir liópi liinna yngri gerðust æði uppreisnargjarnir strax og
þingstörf liófust. Var það m. a. ágreiningur út af Brasiln1
og að þingstaðnum var breytt. Það fann ég einnig, að liér var
á ferðinni sá órói, sem víða hefur orðið vart í röðum stúdenta.
VII. Kristnir menn í minni hluta
Samt fór það svo að minna bar á þessum ágreiningi eftir þvl
sem áleið þingstörfin. Ágreiningurinn var naumast efnislegnr,
lieldur frekar um orðaval. Öllum var ljóst að kirkjan þarf
að láta meir til sín taka til þess að lækna meinsemdir í þjóð"
lífinu með boðun orðsins og með raunhæfum aðgerðum til
að fylgja þeirri boðun eftir, með lijálp og leiðsögn, með kasr-
leiksverkum og sáttargjörð milli hinna stríðandi stétta og
þjóða.
Þó að kristnir menn séu í minnihluta í heiminum, hafa
þeir eigi að síður sterka aðstöðu einkanlega bjá þeim þjóo’
um, sem yfir mikilli tækni ráða.
Á þinginu störfuðu um 100 fréttamenn útvarps, sjónvarps
og blaða, sem sendu stöðugt fréttir af því, sem var að gerast-
Fjölmiðlun kom mjög á dagskrá. Talin var mikil þörf á þvl
að kirkjan tæki í þjónustu sína hina öru þróun á þeim sviðui»
til þess að geta útbreytt boðskap sinn.