Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 50
KIRKJURITIÐ
384
hefur sýnt sig, að hún á trausta vini, sem hafa lagt fram sinn skerf til
viðreisnar henni, og væntanlega veita fleiri henni lið, en hún er allmjög
skuldug eftir svo gagngera viðgerð, sem vonlegt er, enda fáir í söfnuði
hennar.
Hinn 29.—30. ágúst sl. var aðalfundur Prestafélags Vestfjarða haldinn að
Hrafnseyri. Voru þar rædd sem aðalmál fundarins, 1. Afstaða presta til
laga um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. — Framsögmuaður i
því ináli var sr. Stefán Eggertsson á Þingeyri, 2. Afstaða presta til laga uni
mannanöfn. Þar var framsögumaður sr. Sig. Kristjánsson, ísafirði. Voru
bæði þessi mál mikið rædd á fundinum. I sainbandi við síðarnefnda málið
kom frarn svofelld tillaga: Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða, haldinn a
Hrafnseyri 29.—30. ágúst 1970, vill af marggefnu tilefni vekja atliygli heim-
spekideildar háskólans á 6. gr. mannanafnalaga frá 1925, þar sem ákveðið
er, að gefa skuli út, prestum til leiðbeininga skrá mn þau mannanöfn,
sem bönnuð skulu sainkvæmt ofangreindum lögmn. Telur fundurinn brýna
nauðsyn á, að ákvæði þetta komi til framlcvæinda sem fyrst. 1 sambandi
við fundinn fór fram guðsþjónusta í Hrafnseyrarkirkju, þar sem séra
Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði prédikaði, en séra Óskar Finnbogason 3
Bíldudal og séra Jóhannes Pálmason, Stað Súgandafirði þjónuðu fyrir
altari.
Mjög fer það að verða crfitt að lialda uppi félagsstarfsemi í svona
fámennum hópi, sem orðinn er í Prestafélagi Vestfjarða. Þurfa lielzt allir
félagsmenn að mæta til þess að fundarhæft sé, en misjafnlega stendur a
fyrir mönnum, svo nær óhugsandi er að allir geti mætt á fundi, þótt af
ölluin vilja séu gerðir.
Af þeiin sökuin liefur vaknað sú spuniing, hvort ekki væri heppilegt að
hafa saineiginlega fundi a. m. k. öðru liverju með prestuin úr Hallgrím6'
deild. Þægilcgt væri í því sambandi um ferðir yfir Breiðafjörð með fl°a'
bátnum Baldri á milli Stykkisliólms og Brjánslækjar, enda fundarslaðu'
góðir í Slykkisliólmi sunnan og Flókalundi norðan fjarðarins. Líka g®11
Flatey á Breiðafirði verið valinn fundarstaður, ef þar er aðstaða til fund-
arhalds, sem mér er ókunnugt um. Tvo fundi höfum við liaft sameigu1'
lega með prestum Hallgrímsdeildar, árin 1952 og 1967, í Bjarkarlundi.
Við þetta spjall hef ég ekki meira að bæta að sinni, en bið KirkjuritinU
velfarnaðar og ritstjóra þess.
Sig. Kristjánsson•
KIRKJURITIÐ 36. árg. —* 8. hefti — október 1970
T*rmarit gefið út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. Verg kr. 2
Ritsjóri: Gunnar Árnason.
Ritncfnd: Bjarni Sigur'össon,
Pétur Sigurgeirsson, Sigurður Kristjánsson.
Afgreiðslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Dvergabakka 3
Sími 17601.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
fltntsbóh^afr^
á flkurayn