Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 31
KIRKJURITIB 365 «ann sendi út í heiminn með boðskapinn, fagnaðarerindið, framhald á miskunnar og kraftaverkunum, sem hann hafði u&nið í þeirra augsýn. Með því að velja þetta umræðuefni var verið að undirstrika Pað, að við — kirkjan — höfum með höndum sama erindið °g lærisveinarnir, að við erum sendir út í heiminn að boði hans, sem hefur kallað á okkur að fylgja sér. Og erindi okkar er hið sama og lærisveinanna, að boða Krist, kunngjöra hann, °rð hans og anda, verk hans og fórn er hann endurleysti hehninn og gaf honum líf og ljós. í*ar sem þarna voru saman komnir fulltrúar frá hinum °líkustu þjóðum, var heimsmyndin í brennideplinum, og af r£eðum þeirra og samtölum var sú mynd máluð æði dökkum iitum. Á þinginu voru samanlagt nokkuð á 6. lmndrað þátttak- eudur. Aðalfulltrúar voru 210 er fóru með atkvæðisrétt, 27 frá Asíu, 27 frá Afríku, 112 frá Evrópu, 33 frá Norður-Ame- ríkn 0g 11 frá Suður-Ameríku. " • GengiS í katólska kirkju Að morgni fyrsta dags á þinginu, 14. júlí, söfnuðust fulltrúar saman í katólska kirkju Evianbæjar á þekktum baðstað á ^ólríkum bökkum Genfarvatns og sungu messu. Það þótti tíð- ÍQdum sæta, að við skyldum vera í katólsku kirkjunni, allur bessi lútherski þingheimur. En bæði er það, að enginn lúthersk- Ur söfnuður eða kirkja er til í Evian, og afstaða þessarra tVeggja höfuðkirkjudeilda er gerbreytt frá tímum Jóhannesar 23- og Vatikanþinginu í Róm 1962. Um 6 ára skeið hafa Verið starfandi nefndir frá katólsku kirkjunni og sameinuðu Júthersku kirkjunum að finna leið til samstarfs, og það hefur 0rið all verulegan árangur. ^ér fannst allir njóta þess með gleði og einlægri tilbeiðslu ^3 niega syngja þarna messu. Og þegar klukkur kirkjunnar "Ijómuðu yfir bæinn þennan morgun voru einhverjir úr söfn- uði hinna katólsku sem hlýddu kallinu og komu, difu hendi ^öni í vígða vatnið í anddyrinu og sungu messuna með hinum Júthersku. Vera kann, að þeim hafi fundist messuformið eitt- «vað frábrugðið hinu venjulega, en létu það ekki á sig fá. Þannig er andinn nú, að kristnir menn sameinast, því að einn er Kristur, einn allsherjar Drottinn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.