Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 349 dómsins, er þjáði hann hin síðari ár. Höfðingdómurinn sami skein frá honum þá, höfðingdómur hins innra manns og í rauninni er enginn annar höfðingdómur til. Skjöldurinn var alla leiðina hreinn og sverðið fægt og fágað: Mannskaparins, skyldunnar, þjónustunnar við Guð — meðan hann mátti því uPpi halda. Vér horfum hér á eftir einum þeim pílagrími kynslóðanna, 8em hverfur frá oss með göfugleikans yfirbragði. Þannig var í'orvarður Guttormsson. Hann fæddist þann 1. febrúar 1896 að Geitagerði í Fljóts- dal, sonur Guttorms Vigfússonar bónda þar og alþingismanns Pess kunna og merka manns og Sigríðar Sigmundsdóttur, konu hans ættaðri frá Ljótsstöðum í Skagafirði. í»ar í Geitagerði var menning, kraftur, mennt og dáð. Enda báru öll börn þeirra hjóna því vottinn. Þau urðu 8. Sjö synir °g ein dóttir og eru nú þrír bræður eftir lifandi: Vigfús sá elzti heima á föðurleifðinni, Sigmar, er lengst bjó á Skriðu- klaustri, nú til heimilis hér í bæ, og eins Andrés fyrrverandi a3algjaldkeri Landsíma Islands. Allt þjóðkunnir menn. Þorvarður ólst upp í föðurgarði og þegar sá tími kom, lagði "ann leið sína í Gagnfræðaskólann á Akureyri — hinn ungi sveinn — með hugann fullan bjartra vona. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1919. En kandidats- Prófi í Guðfræðideild Háskóla Islands árið 1923. Að embættis- Prófi loknu gjörðist Þorvarður kennari við unglingaskólann í ^eskaupstað veturinn 1923—1924. En þann 6. júlí 1924 var hann vígður í Dómkirkjunni af ar- theol. Jóni Helgasyni biskupi til Hofteigs á Jökuldal. Fjórum árum síðar, eða þann 1. júní 1928 fékk hann svo, að kosningu lokinni, veitingu fyrir Laufásprestakalli, sem þótti með eftirsóttustu köllum landsins. Og þar þjónaði hann af alúð 0g einlægni, af trú og dáð, við vinsældir og virðingu sóknarbarna sinna á meðan að heilsa og kraftar leyfðu eða ti] ársins 1959. Hofteigsprestakalli, sem hann þjónaði fyrst fylgdi þá Möðru- aalur á Hólsfjöllum. Svo að vetrarferðirnar hans sumar lágu Pa um erfiðasta fjallveg þessa lands. . °g Laufásprestakalli fylgdu á embættistíð Þorvarðar ferðir ut í „Fjörðu" í Þönglabakkasókn. Var þar bæði „sandur og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.