Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 44
378 KIRKJURITIB INNLENDAR FRÉTTIR Heim að Hólum. — Hólahátíðin, fundir prestafélagsins og Hólafélagsins. Hólahátíðin fór fram á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn 16. ágúst sl. Sól- skin var og bezta veður. Dagskráin hófst kl. 2 með samhringingu, er prestar gengu hempuklæddir til kirkjunnar. Um 1600 manns voru saman komnir í kirkjunni. Guðsþjónustan hófst með bæn í kórdyrum, er með- hjálparinn Guðmundur Stefánsson bóndi á Hrafnhóli flutti. Kirkjukór Siglufjarðarkirkju söng. Organisti og söngstjóri kórsins Páll Helgason lék á orgelið. Predikun flutti séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup og hafði að texta Matth. 17 1—8, sem hafður var á 150 ára afmæli kirkjunnar 1913. Altaris- þjónustu önnuðust séra Kristján Róbertsson Siglufirði og séra Sigfús J- Árnason Miklabæ. Þá var altarisganga. Að lokinni messu var hlé til kl. 4,30, en þá hófst almenn samkoma i kirkjunni. Fráfarandi formaður Hólafélagsins séra Jón Kr. ísfeld, Bólstað flutti ávarp, en nýkjörinn fonnaður séra Árni Sigurðsson Blönduósi stjórn- aði samkomunni. Einsöng söng Eiríkur Stefánsson frá Akureyri við undir- leik Askels Jónssonar. Erindi flutti séra Sigurður Guðinundsson prófastur Grenjaðarstað, er hann nefndi: Vísa þeim unga veg. Prófastsfrúin á Hólum, Emma Ásta Hansen las kvæðið Jón Arason eftir séra Matthías Jochums- son.Lokaorð flutti séra Pétur Ingjaldsson, prófastur á Skagaströnd. Kveðjur og árnaðaróskir bárust m. a. frá biskupi íslands herra Sigurbirni Einars- syni og söngmálastjóra Róbert A, Ottóssyni. I sambandi við hátíðina voru fundir bæði í prestafélagi Hólastiftis og Hólafélaginu, sem er félag áhugafólks um uppbyggingu Hólastaðar. Fundur prestafélagsins var haldinn að Löngumýri í Skagafirði og hófst laugardaginn 15. ágúst kl. 4 e. h. Mættir voru 13 prestar eða helmingur þeirra, sem eru á félagssvæðinu, er nær yfir Þingeyjar- Eyjafjarðar-, Skaga- fjarðar- og Húnavatnsprófastsdæmi. Fundurinn hófst með helgistund í kapellu skólans, sem formaður félags- ins séra Friðrik A. Friðriksson fyrrverandi prófastur annaðist. Þá hófust fundarstörf. Formaður gaf skýrslu og lýsti dagskránni. Tilnefndi hann fundarstjóra séra Sigurð Guðmundsson prófast. Gjaldkeri félagsins séra Pétur Ingjaldsson prófastur las upp reikninga, er síðan voru samþykktir- Tekið var fyrir umræðuefnið: útgáfumál. Framsögu hafði séra Jón Kr; ísfeld. Samþykkt var á síðasta aðalfundi að gefa út rit félagsins Tíðindi • tilefni af 70 ára afmælinu, og síðan að útkoma þess verði á 10 ára fresti- Munu Tíðindin koma út á þessu ári. Þá var tekið fyrir annað höfuðmál dagskrárínnar: Endurreisn Hóto' biskupsdœmis. Framsögu hafði séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup- Lagði hann til grundvallar tillögu biskups á síðustu prestastefnu, að' Hóls- biskupsdæmi yrði endurreist 1974. Umræður urðu nokkrar um væntan- legt aðsetur Hólabiskups. Kom fram greinilegur vilji fundarmanna í Þ"

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.