Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 48
382 KIRKJURITIÐ Hátíðaguðsþjónusta var haldin í kirkjunni að aðgerð lokinni, 5. júlí s. u Biskup íslands predikaði, sr. Leo Júlíusson, prófastur og sóknarpresturinn, sr. Brynjólfur Gíslason í Stafholti aðstoðuðu við altarisþjónustu. .Fjöl- menni var. Snorri Þorsteinsson yfirkennari aflienti kirkjunni skírnarfont, gerðan at Ríkharði Jónssyni. Gefendur voru börn og barnabörn frú Vigdísar Pals- dóttur og Gísla prófasts Einarssonar, síðasta prests í Hvammi (til 1911 > Stéttarsamband bænda hafði á síðustu jólum gefið kirkjunni vandað orgel til minningar um fyrsta formann sinn, Sverri Gíslason í Hvammi. »ar hann organisti kirkjunnar í 60 ár. Að messu lokinni hélt sóknarnefndin kirkjugestuin hóf í Hreðavatns- skála. Formaður sóknarnefndar gerði grein fyrir endurbyggingunni. Sera Brynjólfur Gíslason minntist Hvammspresta á síðustu öld. Biskup árnaði söfnuðinum heilla. Daníel Kristjánsson á Hreðavatni þakkaði Hvainrns- hjónunum, frú Sigríði Stefánsdóttur og Guðmundi Sverrissyni fórnfúst start Leopold Jóhannesson, veitingamaður, stýrði mannfagnaði þessum með a- gætum. Kirkjulegar fréttir frá VestfjörSum. — Því miður hafa kirkjulegar fréttif ekki borizt héðan frá Vestfjörðum nú undanfarið, enda má segja, að fat beri hér til tíðinda, sem fréttnæmt þykir frá svo afskekktu landshorni, sein raun ber vitni, langt frá umferð og alfaraleið. En hér berst þó fólkið suu™ lífsbaráttu, eins og annars staðar. Það gerist hér því alltaf eitthvað, þot það þyki ekki fréttnæmt að öllum jafnaði. Sem kunnugt er, þá hafa verið lögð niður nokkur prestaköll hér á Vest- urkjálkanum á þessu ári, sem eru FlateyjarprestakaB á Breiðafirði, sei" lagt er undir Reykhóla, BrjánslækjarprestakaB, sem lagt er undir Sauo- lauksdal, Hrafnseyrarprestakall, sem lagt er undir Bíldudal, Núpspresta- kall í Dýrafirði, sem lagt er undir Þingeyri, ÖgurþingaprestakaH, en þar er Eyrarsókn í Seyðisfirði lögð undir ísafjörð, en Ögursókn undir Vatns- fjörð. Þá er Staðarprestakall í Grunnavík lagt undir Bolungarvík. Aðu eða 1952 var Staðarprestakall í Aðalvík lagt undir Stað i Grunnavík- Barðastrandarprófastsdæmi stækkar nú um Hrafnseyrarprestakall sein va og Isafjarðarprófastsdæmi verða nú eitt samkvæmt prestakallaskipunaí- lögunum. Þeim er því farið að fækka, prestaköllunum á Vestfjörðum frá því sen áður var. Er ég kom í byggðarlagið 1942 voru 17 prestaköll á þessu uni' rædda svæði og man ég ekki annað en þau væru setin prestum 'ie1" Brjánslækjarprestakall, en nú eru prestaköllin 10 og eitt af þeim óveitt- Hvergi hefur önnur eins breyting orðið á landinu til fækkunar. Ra?011, því að miklu breyttir hættir og viðhorf: Betri samgöngur, fólksfækkun svæðinu, meiri þörf fyrir fjölgun prestakalla í þéttbýlinu, auk þess sen sum þessara prestakalla hafa verið prestslaus svo fjölda ára skiptir. Fólki hefur fækkað mjög í sveitunum á þessu svæði sem annars sta°a > svo sem eins og í Hrafnseyrarprestakalli. Þar er heimilisfast fólk 41 maö11 ' Margir kirkjustaðir eru líka komnir í eyði. Þannig er stórbýlið Saurb* á Rauðasandi í eyði og kirkjan fauk þar í ofviðri í janúar 1966 og hetu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.