Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ
341
var einlæg og fæddi af sér þrá eftir fleiri sigrum. En umhugs-
unin um Kína vakti sífellt í brjósti hans. Samt var nú svo
koniið, að tvennt var farið að taka huga hans, en ekki aðeins
Austurlandaförin. Nii fannst lionum hann ekki geta yfirgefið
körnin, sem þörfnuðust svo hjálpar hans í hans eigin föður-
landi.
En svo kom atvikið, sem réði úrslitunum. Verður nú sagt
frá því hér, eins og það er að finna í afbragðsgóðri ritgerð
um Barnardo:
»Það var vetrarkvöld.
Barnardo var að loka barnaskólanum sínum. Þá nam einn
drengjanna staðar á þröskuldinum og horfði löngunarfullum
ailgum á eldinn í stofuofninum. Það var kalt úti, en hlýtt í
8tofunni.
>»Farðu nú heim, barnið gott,“ sagði Barnardo.
»Ó, herra minn, lofið mér að vera hérna í nótt. Ég skal
ekki gera neitt illt af mér.“
»Vera hérna í nótt? Hvað heldurðu að hún mamma þín
hugsi?“
>>Ég á enga mömmu.“
«En hann pabbi þinn þá?“
»Ég á engan pabba.“
«Hvaða bull, barn. — En vandamenn þínir? Hvar áttu
heima?“
»Ég á enga vandamenn og á livergi heima.“
Éarnardo trúði varla. Annað eins hafði honum ekki komið
hugar. Hann fór þá að spyrja drenginn: „Segðu mér,
erU uiargir fleiri drengir í Lundúnum, sem hvergi hafa liöfði
sínu að að halla, eins og þú?“
»Já, herra, margir, margir — heilir hópar, fleiri en ég get
talið “
Þetta varð að atliuga nánar.
Uarnardo fór með drenginn heim til sín, gaf honum mat
°S hað hann að segja sér, hvað á dagana hefði drifið. Dreng-
Urinn sagði svo sögu sína:
Hann hét Jim Jarwick oog hafði aldrei þekkt föður. En
^uóðirin var heilsulaus aumingi, sem ekki gat annast drenginn.
Un kom honum þess vegna á uppeldisstofnun, þegar hann
'ar fimm ára. Þar leið honum vel. En svo dó móðir hans