Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 40
374
KIRKJURITIÐ
þess starfa nokkrir liópar hver fyrir sig, svo nefnd seminaria,
sem liafa hver sitt efni til umræðu og athugunar. Sem dænii
um þau efni, sem tekin voru fyrir í samtalshópum, að þessu
sinni, nefni jeg Jóhannesarguðspjall. Jóhannes skírara, Diates-
sarion, notkun tölvu við bókmenntarannsóknir, hina grísku
þýðingu Gamla testamentisins, Kristinfræði Nýja testamentis-
ins og loks spurninguna um hinn sögulega Jesú. Jeg kaus mjer
síðasta efnið, og er gert ráð fyrir, að sá hópur starfi einnig
saman næsta ár. Sjerstaklega var rætt um dæmisögur Jesú með
tilliti til þess, livað væri komið frá Jesú sjálfum og hvað frá
guðspjallamanninum, sem skráir söguna. Ennfremur var þarna
flutt merkilegt erindi um eðli dæmisögunnar í sjálfu sjer. En
þar liafa menn ekki alltaf verið á eitt sáttir. Stórum eftir-
tektarverður var fyrirlestur liins nýja forseta fjelagsins, próf.
Black frá St. Andrews liáskólanum í Skotlandi um ritskýringar-
aðferðir í Kumran-handritunum frægu, saman bornar við að-
ferðir Nýja testamentis-höfundanna.
Nokkrir fyrirlestrar voru fluttir um efni, er varðaði hið
fyrsta trúhoð kristninnar, andstæðinga og samverkamenn Páls
postula, og að síðustu var gerð grein fyrir nýjum uppgreftri
í Austurlöndum, sem raunar er ekki lokið. Arabiskur bóndi.
sem ætlaði að fara að grafa fyrir liúsi, kom niður á eldfornai'
kirkjurústir og gerði aðvart um fundinn.
Það, sem mjer finnst skemmtilegast við ársfund þessa vis-
indafjelags, er hinn frjálsi andi, sem þar ríkir, hvemig þurrai'
vísindalegar umræður opna leiðina að andlegu lífi frumkristn-
ainnar og Iijálpa til skilnings á þeim heimildum sem kirkjan
byggir hoðskap sinn á. Margir fundarmenn liafa með hönduin
rannsóknir á sjerstökum efnum og eru að undirbúa ritsmíðar.
Þá gefa fundarliljein ágætt tækifæri til þess, að menn beri sig
saman, leiti upplýsinga hver hjá öðrum og hvatningar.
Ég aumkva þann mann, sem leitast við að' auðga sjálfan sig á ástríðun1
annarra. — Woodrow Wilson.
Hræðsla er ekkert annað' en örvænting um liðsinni yfirvegunarinnar.
Spekinnar bók4