Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 18
Gunnar Árnason: Pistlar Eldhugi Dom Helder Camara var lítillega nefndur í pistli sl. vetur. Hann er nú sá kirkjuhöfðinginn, sem einna oftast ber á góma, og var mælt meS því á Lútherska heimsþinginu í sumar aS hann hlyti FriSarverSlaun Nóbels á þessu ári. Verður hér lítið eitt gjör frá honum sagt. Hann er erkibiskup í Recife í grennd við Rio de Janeiro. Fæddur árið 1909 í Fortaleza, þurrlendu fátækrahéraði í norð- austur Brazilíu. Faðirinn stundaði verzlunarstörf. Móðirin var kennslukona. Föðurbróðirinn, Camara, kunnur leikritahöf- undur. Helder dreymdi frá barnæsku um að verða prestur. Eitt sinn þegar faðir hans spurði hvort hann héldi fast við þessa ákvörðun, gaf hann syninum þessa lýsingu á prestsstöSunni: „Presturinn lætur ekki þjóna sér. Hann er þjónn Guðs og manna. Hann boðar trúna, vonina og kærleikann. Framar öllu elskuna. Og hreinleikann." Slíkur prestur kvaðst Helder einmitt þrá að verða. Þá var hann aðeins sex ára. Og faðirinn gaf honum blessun sína. En móður sinni er sonurinn þakklátastur. Hún var eini kennarinn, sem hann naut í æsku, unz hann fór í æðri skóla. Sá lærifað- irinn í prestaskólanum, sem honum er minnisstæðastur, fræddi Helder um lífsspursmálin og mannlega baráttu og kenndi honum að treysta GuSi fremur en óttast hann. Annars bjo hann viS strangan aga, einkum af hálfu yfirmannsins. Prests- vígslu fékk hann 22 ára gamall og kynntist um þær mundir frjálslyndis og félagslegri hreyfingu innan kaþólsku kirkjunn- ar í heimalandi sínu. Var Helder í fyrstu einkum ætlaS ao starfa meSal verkalýSs og menntamanna. Þetta var á árunum fyrir síSari heimsstyrjöldina og hann sem margur leit svo a» aS heimsbaráttan mundi standa milli fasista og kommúnista. Þá í svipinn hélt hann aS fasistarnir væru skömminni skárri.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.