Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 28
362 KIRKJURITIÐ — Er trúarlíf í framför í Bandaríkjunum? — Það fer ekki milli mála. Áhugi á kirkjulegum málefnum og guðfræði liefur farið sívaxandi á síðari tímum. Og ég liygg að guðleysingjar séu snöggtum færri í Bandaríkjunum tiltölu- lega heldur en í Evrópu. En menn líta nokkuð öðrum augum á Guð en gert var fyrrum. Guð er nú virkt afl í sögunni og i lífi manna. Hann er ekki lengur gamli maðurinn á himnum- Og guðfræði nýtur vaxandi virðingar við ameríska liáskóla. Ivirkjan er einnig í góðum tengslum við lífið sjálft. En það verður líka svo að vera. Til þess erum við að vinna fyrir þetta málefni. Kirkjan verður að gæta þess að fá ekki á sig yfirhragð fornminjasafnsins. Við lítum ekki lengur á kirkjuna sem valda- stofnun. Við liöfum endurvakið þjónustulilutverk kirkjunnar. Jón Hnefill ASalsteinsson■ RICHARD BECK: Sumarmorgun Næturhimins brostin bönd, blómin vöknuS anga, morgungeislar mjúkri hönd moldar strjúka vanga. Bláan opnar blíSheim sinn bjartur sumardagur, lýsigull í lófa minn leggur, dýrSarfagur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.