Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 30
364 KIRKJURITIÐ neapolis í Bandaríkjunum 1957, fjórSa í Helsinki í Finnlandx 1963, og hið fimmta í Evian í Frakklandi dagana 14.—24. júlí eins og áður er sagt. Reyndar átti þetta alheimsþing að vera á allt öðrum stao og annarri heimsálfu, í Brasilíu í Suður-Ameríku, og þar hafoi þingið verið undirbúið í bænum Porto Allegre. Það var ekki fyrr en 5. júní sl. að tekin var sú ákvörðun að flytja þingi° til Evrópu. Og þessi breyting setti svip sinn á þingstörfin * byrjun, enda var hér um að ræða mikla breytingu af mjog erfiðum og óvenjulegum ástæðum. III. Sendir út í heiminn Það var talið, að við það stjórnarfar og það öryggisleysi, sem nii ríkir í Brasilíu myndi þingið ekki fá nægilegt frelsi txl að starfa. Fjölmennar kirkjudeildir í Evrópu höfðu þegar tilkynnt að þær myndu ekki senda fulltrúa, ef þingið yroi þar. 1 upphafi þingsins kom í ljós, að ekki voru allir á extt sáttir um að þingstaðnum var breytt og sumir töldu, að þao hefði átt að vera í Brasilíu þrátt fyrir allt. Fram komu eindregin mótmæli gegn kúgun og harðstjórn J Brasilíu. Þar virðist ríkja mikil neyð og almenn mannréttindx að engu höfð. Yfirleitt voru vandamálin í heiminunx mjog á dagskrá, og þá kom það glöggt í ljós, að skorturinn er víða geigvænlegur, bilið mikið milli hinna ríku og fátæku, kyJX" þáttavandamálið er stórt, og kúgun heilla þjóSa hörmuleg staSreynd. UmræSur um þessi mál tóku mikinn hluta þeirra ellefxx daga, sem þingið stóð og það jafnvel svo, að um guðfræðina var minna talað, enda var höfuðefni þingsins, eða yfirskritt þess, svobljóðandi: Sendir út í heiminn. IV. Minna af guSfræSinni Hvérju þingi hafa verið valin sérstök kjörorð til þess að inarka stefnu þeirra og umræðugrundvöll. Þessu þingi var gefið tJi umræðu og athugunar, það sem Kristur setti fram í bæn sintíií þar sem hún er skráð í Jóhannesarguðspjalli 17. kafla, er hanJi biður til Guðs og segir: „Eins og þú hefur sent mig í heiminn, hef ég líka sent pa út í heiminn." Hér er hann að tala um lærisveina sína, seo1

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.