Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.10.1970, Blaðsíða 34
368 KIRKJURITIÐ og til þess að geta notið lífsins, að ábyrgðin að svo megi veroa er sameiginleg, að það er skylda kirkjunnar að ganga fraiö fyrir skjöldu og boða þennan sannleik í orði og verki. — Þessa köllun rækir kirkjan með því að boða Jesúm Krist, liann serfl kom í heiminn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Þetta þing vildi hafa sín áhrif á það, hver hlyti friðarverð" laun Nóbels. Samþykkt var að leggja til að það yrði katólski erkibiskupinn í Brazilíu, Dom Helder Camera. — Hið -niikla og frábæra fórnarstarf hans hefur vakið heimsathygli, Par sem hann hefur samlagað sig kjörum þeirra, sem verst eru settir og engan málsvara hafa, til þess að mega vera þeirra ákall til hjálpar. Einn fulltrúanna sagði: „Það þýðir ekki að setja hungraö barn á skólabekk, það verður fyrst að gefa því að borða." Þaö eru orð að sönnu. Kristur mettaði hina hungruðu, og kirkja hans er kölluð til að gera hið sama, hvar sem þessa neyð er að finna, fjær eða nær. X. Kirkjunnar menn friðarsinnar Kirkjuþingið endaði 24. júlí og hafði þá staðið í 11 daga- Hinn nýkjörni forseti, finnskur guðfræðiprófessor 51 arS' Mikko Einar Juva, tók við silfurhamrinum, tákni þess eiii" bættis, sem hann nú gegnir næstu 5 árin. Dr. Juva var um eitt skeið stjórnmálamaður og formaður finnska miðflokksins. Hann hefur tekið virkan þátt í starli sameinuðu lúthersku kirknanna og sá að mestu um undirbuö' ing kirkjuþingsins í Helsinki. Þegar fréttamenn spurðu um stefnu hans í stjórnmálum? sagði hann: Kirkjunnar menn verða að vera friðarsinnar, og friðarsinnar verða af nauðsyn að þræða meðalveginn. Dr. Juva ávarpaði þingið eftir að hann var kosinn forsetí- Hann sagði: Traust ykkar vekur gleSi mína, en ég finn tJ byrði þess embættis, sem ég á nú að gegna. Um einkunnarof þingsins sagði hann: „Við erum sendir út í heiminn af Kristi með fagnaðarboO' skapinn. Þetta er ekkert nýtt. Fyrirrennarar okkar vissu þa0, Feður okkar og mæður vissu það. Stofnendur Lútherska ai' heimssambandsins vissu það frá upphafi og hófust handa.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.