Kirkjuritið - 01.10.1970, Page 30

Kirkjuritið - 01.10.1970, Page 30
364 KIRKJURITIÐ neapolis í Bandaríkjunum 1957, fjórSa í Helsinki í Finnlandi 1963, og hið fimmta í Evian í Frakklandi dagana 14.—24. júlí eins og áður er sagt. Reyndar átti þetta alheimsþing að vera á allt öðrum stað og annarri heimsálfu, í Brasilíu í Suður-Ameríku, og þar liafði þingið verið undirbúið í bænum Porto Allegre. Það var ekki fyrr en 5. júní sl. að tekin var sú ákvörðun að flytja þingið til Evrópu. Og þessi breyting setti svip sinn á þingstörfin i byrjun, enda var liér um að ræða mikla breytingu af mjög erfiðum og óvenjulegum ástæðum. III. Sendir út í heiminn Það var talið, að við það stjórnarfar og það öryggisleysi, sem nú ríkir í Brasilíu myndi þingið ekki fá nægilegt frelsi til að starfa. Fjölmennar kirkjudeildir í Evrópu höfðu þeg»r tilkynnt að þær myndu ekki senda fulltrúa, ef þingið yrði þar. f upphafi þingsins kom í ljós, að ekki voru allir á eitt sáttir um að þingstaðnum var breytt og sumir töldu, að það Iiefði átt að vera í Brasilíu þrátt fyrir allt. Fram komu eindregin mótmæli gegn kúgun og harðstjórn 1 Brasilíu. Þar virðist ríkja mikil neyð og almenn mannréttindi að engu böfð. Yfirleitt voru vandamálin í heiminum nijog á dagskrá, og þá kom það glöggt í Ijós, að skorturinn er víða geigvænlegur, bilið mikið milli liinna ríku og fátæku, kyn- Jiáttavandamálið er stórt, og kúgun heilla þjóða hörmuleg staðreynd. Umræður um þessi mál tóku mikinn hluta þeirra ellefu daga, sem þingið stóð og það jafnvel svo, að um guðfræðina var minna talað, enda var liöfuðefni þingsins, eða yfirskrift þess, svohljóðandi: Sendir út í heiminn. IV. Minna af guSfrœSinni Hverju þingi hafa verið valin sérstök kjörorð til þess að niarka stefnu þeirra og umræðugrundvöll. Þessu þingi var gefið til umræðu og athugunar, það sem Kristur setti fram í bæn sinUU þar sem lnin er skráð í Jóliannesarguðspjalli 17. kafla, er hanO biður til Guðs og segir: „Eins og þú hefur sent mig í heiminn, hef ég líka sent þa lit í lieiminn.“ Hér er liann að tala um lærisveina sína, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.