Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 80

Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 80
vilja giftast samkvœmt kristnum helgi- siðum og fara því úr landi til þess að fó vígslu, verður slíkt hjónaband ekki viðurkennt í ísrael. Margir í ríkinu ísrael standa gagnvart þessum vanda. Tilmœli kristilegra samtaka eins og Alkirkjuróðsins og Lútherska heims- sambandsins hafa ekki valdið nein- um breytingum, enda líta margir Gyð- ingar í ísrael svo ó, að þetta sé ein aðferðin til þess að varðveita þjóðina „hreina og óflekkaða" — ef slík orð hafa þó einhverja merkingu í ríki, þar sem íbúarnir eru komnir fró um það bil eitt hundrað löndum. Utan ísraels, t. d. í Evrópu og Ame- ríku, hefur lögum og reglum um hjónavígslu Gyðinga verið breytt til samrœmis við lög viðkomandi landa. Hjónabönd Gyðinga og kristinna manna eru því mjög algeng í þessum löndum. Samt reyna rabbínar allt hvað þeir geta til þess að varðveita hjóna- böndin „hrein" eða fó kristna aðilann til þess að hverfa til gyðingsdóms, enda gerist það oft. Með nokkrum rétti mó því segja, að þarna reki Gyð- ingar trúboð meðal vor kristinna manna. Um Uögnina Við þörfnumst þess að finna Guð. Það er ekki hœgt í hávaða og eirðarieysi. Guð er vinur þagnarinnar. Sjáðu hvernig náttúran, trén, blómin, grasið, vaxa í þögn. Er það ekki hlutverk okkar að veita hin- um fátœku í fátœkrahverfunum aðgang að Guði? Ekki dauðum Guði, heldur lifandi og elskandi Guði. Því meir, sem við veitum viðtöku í hljóðri bœn, því meir getum við gefið í starfi okkar. Höfuðatriðið er ekki það, sem við kunnum að segja, heldur hitt, hvað Guð segir við okkur og við á hans vegum. Öll orð okkar verða gagnslaus, nema þau komi að innan. — Orð, sem ekki eru endurskírn af Ijósi Krists auka a myrkrið. Móðir Teresa. 174

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.