Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 82
nú kemur við sögu, og helgunarstund-
in er tegnd við í Austurkirkjunni, bœn-
arákall, sem í lítúrgíunni nefnist epi-
klesis.
Uppruni epiklesis
Epiklesis merkir ákall, yfirkall eða
íkall. í hinni klassisku mynd er þetta
ákall svo framsett: Faðirinn er beð-
inn að senda heilagan anda yfir
(eða í) efnin til að breyta þeim í
blóð Krists. Heilagur andi breytir
efnunum í líkama og blóð Krists.
Hér verður það hin þriðja persóna
guðdómsins, sem verður verkandi. Hin
orthodoxa epiklesis er fyrst nefnd í
trúfrœðslukveri Kyrilosar í Jerúsalem
(um 348). Þar segir:
Vér áköllum Guð, sem mennina
elskar, að senda sinn heilaga anda
yfir það, sem liggur frammi fyrir hon-
um, að hann geri brauðið líkama
Krists og vínið blóð Krists, því að hvað
eina, sem heilagur andi hefur snert,
er helgað og umbreytt. 4)
Þannig greinir Kyrilos í Jerúsalem
frá epiklesis í þeirri lítúrgíu, sem hann
hafði um hönd í Jerúsalem.
Það er rík ástœða til að eigna
Kyrilosi þessa nýjung, því að Jerú-
salem er miðstöð lítúrgískrar þróunar
á þessum tíma. Frá Jerúsalem er þetta
ákall komið inn í aðrar lítúrgíur Aust-
urkirkjunnar.
Hvers vegna er þetta ákall einangr-
að við Austurkirkjuna?
Ýmsir hafa svarað því, að þetta
ákall sé ekki einangrað við Austur-
kirkjuna, heldur hafi það verið í Vest-
urkirkjunni, en fallið niður. Þessi skoð-
un má nú heita algjörlega úr sögunni.
Mgr. P. Batiffol, franskur frœðimaður
í kirkjusögu og lítúrgíu mun fyrstur
hafa kveðið upp úr með það, að epi-
klesis, ákall heilags anda yfir (eða 0
efnin, svo að þau verði líkami og
blóð Krists, sé hvorki upprunaleg né
almenn í hinum ýmsu lítúrgíum.5
Þessi skoðun hefir fengið mikið fylgi
á síðustu áratugum. Áður en Mgr. P.
Batiffol kvað upp úr með þessa skoð-
un höfðu ýmsir lítúrgíufrœðimenn álit-
ið, að epiklesis hefði verið uppruna-
legur þáttur í lítúrgíu gjörvallrar kirkj-
unnar. Til stuðnings þessu bentu þeir
m. a. á kirkjuskipan, sem kennd er
við Hippolytus biskup í Róm (um 217)
og nefnist Traditio apostolica.0
Þetta rit lýsir lítúrgíu Vesturkirkjunnar
á 2. öld í megin atriðum. Verður þessu
riti og staðhcefingunni um epiklesis
gerð nokkur skil.
Bœn um yfirkomu andans
í þakkargjörð Hippolytusar
í niðurlagi þakkargjörðar þeirrar, sem
Hippolytus birtir, er bœn um yfirkomu
andans. Þetta rit er elzta heimild‘n
um lítúrgískan texta þakkargjörðar-
innar í Vesturkirkjunni.
Fram yfir síðustu aldamót álit°
menn, að þetta rit vceri glatað. P°
verður það, að tveir vís indamenn leiða
það í Ijós, að egypzt ritsafn, er nefnt
var „Hin egypzka kirkjuskipan" hafði
að geyma rit Hippolytusar, Tra d i110
apostolica. Þessir vísindamenn
voru E. Schwartz í Strassburg og Doní1
176