Kirkjuritið - 01.06.1974, Qupperneq 86
breytt hafi upprunalegum texta? Ein-
kennin leyna því varla, að um ritið
hefir verið fjallað í gnostisku um-
hverf i. Á þetta bendir hin lina þakk-
argjörð fyrir sköpunina. Sköpunin var
verk Demiourgos, að skilningi gnost-
ika. Sanctus er felldur niður. Hann á
rót sína í Jes. 6:3. Gamlatestamentið
fjallar um Guð, skaparann, og Gamla-
testamentið átti því ekki gengi að
fagna hjá gnostikum.
í þeim heimildum gnostika, er
greina frá evkarisiunni eins og hún
er um hönd höfð með þeim, eru þetta
einmitt einkennin á helgunarbœn
þeirra. Þakkargjörð fyrir sköpunina er
engin, né nokkuð það, sem hœgt sé
að heimfœra til skaparans svo sem
Sanctus, því að þar segir: Öll jörðin
er full af hans dýrð". Sömuleiðis rek-
umst vér á bœnina eftir berg-
ingu í ritum þeirra, sem síðar fœr
stöðu í niðurlagi helgunarbœnarinn-
ar. Meðal gnostika eru þannig fyrstu
dœmin um þessa bœn. I þessari
bœn er sáðkornið fyrir epi-
klesis eins og hún verður í
Austurkirkjunni.
Áhrif gnostika
Skal nú reynt að rökstyðja þetta og
þá staðhœfingu, að epiklesis sé komin
inn í lítúrgíu kirkjunnar vegna þungs
undirstraums áhrifa frá gnostikum.
Fyrst bryddir á þessu í Sýrlandi og
Egyptalandi. í hinu apokrýfa Nýja-
testamenti 19) vil ég nefna tvö rit,
Jóhannesargjörningar (um 160) og
Tómasargjörningar (um 220). Bœði eru
ritin gnostisk og samsett í Sýrlandi.
Þessi rit greina m. a. frá evkaristiunni
eins og hún gerðist með gnostikum-
Þar er engin þakkargjörð fyrir sköp-
unina, og ekki er Sanctus þar. Vín
er yfirleitt ekki notað, heldur vatn ef
útdeilt var af kaleik, Heilagur andi er
yfirleitt ákallaður til að breyta efn-
unum í andlegt efni. Líkami og
blóð Krists, ef það var nefnt, er and-
legt efni, því að Kristur var sjálfur
andlegur, andleg vera, himnesk, sem
enga p!nu þoldi. Sumir töldu þó, að
þessi andlega vera hafi tekið sér ból-
festu í manninum Jesú, en yfirgefið
hann fyrir pínuna. Þess vegna vitna
þeir stundum til manndóms hans.
I Jóhannesargjörningum eru tvcer
lýsingar á evkaristiunni og eru þœr
í grundvallaratriðum eins:
1) Offertorium (fórn brauðs eingöngu)-
2) Helgunarbœnin, sem í annarri lýs'
ingunni er í grundvallaratriðum
þakkargjörð, en í hinni lýsing-
unni er bœnin ákall, hún er epikles-
isk, í rauninni magisk nafnarunci.
Eitthvert nafnanna skyldi breyta
hinu jarðneska efni í andlegt efm-
3) Brotning brauðsins
4) Berging, communio, og með henn
er stutt bœn um það, að bergi
andinn megi njóta náðar Drottms
og þessarar alheilögu evkaristm-
Þetta er samtímaheimild við Justm
us píslarvott. (um 160) Gerð helguno^
bcenarinnar er í fyrri lýsingunni
Jóhannesargjörningum þakkargi0^
eins og hjá Justinusi, en auk þess
bcen eftir bergingu í uppsiglingu.,
er mjög mikilvœgt að veita þvi
180