Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 92

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 92
Embœtti og vígsla Álitsgerð um skilning á embœtti kirkjunnar, samþykkt af samstarfsnefnd Rómversk-katólsku kirkjunnar og Anglikönsku kirkjunnar. 1 Ætlun vor hefir verið sú, að leita dýpri skilnings á embœtti því, sem er í sam- hljóðan við kenningu Biblíunnar og venju sameiginlegrar arfleifðar og birta í þessari álitsgerð samþykki það, sem við höfum orðið ásáttir um. Álits- gerð þessari er ekki œtlað að vera tœmandi um skilning á embœttinu (ministry), heldur lcetur hún í Ijós sam- þykki í grundvallaratriðum um kenn- ingu, sem hefir verið orsök öndverðra skoðana kirkna vorra, og þessi kenn- ing skoðuð í stœrra samhengi sameig- inlegrar sannfœringar vorrar um em- bœttið. 2 Innan Rómversk- katólsku kirkjunnar og Anglikönsku kirkjunnar tekur em- bcettið á sig mismunandi mynd. Sum embcettin eru sérstœð, önnur eru fólg- in í því að eiga ekki frumkvceði sitt í ákvörðun opinberra valdaaðila. Sum embœtti eru reist á boði vald- stjórnar kirkjunnar. Vígsluembœttið verður aðeins skilið i þessu stcerra samhengi hinna mismunandi em- bœtta, sem öll eru þó verk hins sama Heilaga Anda. 3 Embœttið í lífi kirkjunnar Lif og sjálfsfórn Krists birtir á fullkom- inn hátt, hvað það er að þjóna Guði og mönnum. „Öll kristin embcetti, sem ávallt hafa þann eina tilgang byggja upp hið kristna samfélag (kom- onia), fá einkenni sín af þessari fyrir' mynd Krists og eiga uppsprettu sina 1 þessu lífi hans og sjálfsfórn. Samfe' lag manna við Guð (og samfélaQ manna í milli) þarfnast sáttargjörðan Þessi sáttargjörð, sem fullkomnu er í dauða og upprisu Jesú Krists, kem- ur fram í raun í lífi kirkjunnar, í trU hennar. Þóft hún sé enn á braut helg unarinnar, þá er hlutverk hennar eng að síður að vera farvegur þessarar sáttargjörðar í Kristi í boðun sinni, J vitnisburði um kœrleika hans, og í Þvl að bjóða fram hjálprceðið mönnum t! handa. 186

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.