Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 9
djúpa átti engin orð. En það birti yfir
á ný og annar Ijósberi kom inn í líf
hans, sannkölluð listamanns kona. er
stóð upp úr öll hin síðustu erfiðu ár.
Síðasta vorið, sem Páll lifði veittist
honum það að kynnast nánar orgel-
snillingnum Fernando Germani, en
Germani var í miklu uppáhaldi hjá
Páli. Það fannst fljótt, að þeir skildu
hvor annan. Eftir heimsóknina gat
Germani ekki orða bundizt hversu
mjög hann fyndi til með þessum list-
bróður sínum, er sjúkdómar hefðu
dœmt svo úr leik. Orð þessi gleymast
ekki og beina huganum til annarra,
er Robert Schumann lét frá sér fara,
en hann segir: ,,Ef til vill skilur enginn
snillinginn nema sá, sem er snillingur
sjálfur."
Við útför Páls vék söknuðurinn fyrir
þakklœtinu. Gjafirnar, er hann lét okk-
ur eftir verða áfram okkar eign. Þœr
mást ekki í burt og þœr munu halda
áfram að vaxa og blómgast eins og
bláliljan, er breiðir blöð sín mót sólu
í fjörunni á ceskustöðvunum.
Hctukur GuSiaugsson.
295