Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 20
hvernig að þessu var staðið. Og þá
komst ég að raun um, hvað fólk
þarna var velviljað og fullt af skiln-
ingi og samúð við mig í þessu reynslu-
leysi mínu. Það gekk maður undir
manns hönd við að reyna að hjálpa
mér. Meira að segja kom presturinn
í ,,United-kirkjunni", sem er kirkja
presbyteriana, og kynnti sig og bauð
fram aðstoð sína. Hann sagðist þekkja
það af reynslu sinni, að jarðarfarir
vœru ekki ólíkar hjá þeim og okkur.
Og hann fór í gegnum allt formið
með mér. Útfararstjórinn kom einnig,
og við sátum lengi saman og bárum
saman bœkur okkar. Hann var ur
mínum söfnuði og var frábœrlegö
hjálplegur.
Þannig varð þetta allt furðulegd
auðvelt. Að vísu var troðfull kirkja
við þessa jarðarför, sennilega af f°r'
vitni einnig. En einhvern veginn slamp'
aðist ég nú vel í gegnum þetta, °9
gamall maður, Björn Jónsson, sem Þa
var forseti prestakallsins, kom til min
á eftir og sagði: „Þú ert sloppinn'
Þetta gekk vel." — Þar með var björn-
inn unninn.
30ó