Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 36
— Já, og þá reyndi nú talsvert á
hann. Og hann stóð sig með afbrigð-
um vel. Það verður að segja. Hann
var nú ungur og óreyndur þá.
Það er einlœg aðdáun í orðum
Árna. En að þeim orðum töluðum er
bandið þrotið. Margt er að sönnu enn
spjallað, síra Sveins og síra Magnúsar
minnzt með góðum orðum og þjón-
ustu þeirra í húsi Guðs. Síðan kemur
að því, að gengið er út í kirkju.
Það er dimmt orðið og kalt úti,
en kirkjan er hlý, og á augabragði
Ijómar Ijós um hana alla. Veglegt hús
og þekkilegt er hún, líklega óhœtt að
telja hana mesta guðshús í Rangár-
þingi nú. Ekki skal henni lýsa, en Ijóst
er, að síra Kristján hefur á réttu að
standa: Hún er að flestu vel búin og
gerð til sinna nota, höfundi sínum og
eigendum til sóma og Guði til dýrðar.
Seinast er gengið á söngloft, og
Árni sezt við hljóðfœrið og leikur eitt
sálmalag. Það kann hann þá einn-
'9- —
G. Ól. Ól.
Tilvera til dauða, — trúin hrein
Jesús Kristur reis upp frá dauðum. Upprisa hans er óskiljanlegust alls:
Ef við reynum að ,,skýra“ hana með ,,raunvísindalegum“ hætti að sið
,,sálarrannsóknamanna“, verður hún að ámóta skoplegri þvælu og
„sálarrannsóknir" yfirleitt. Sé reynt að skilgreina upprisuna með heim-
spekilegt eilífðarhugtak að vopni, verður hún dauð, köld og óviðkom-
andi, eins og hver önnur rökfræðileg abstraktion.
Þess vegna reynum við kristnir menn hvorki að skýra upprisuna né
skilgreina hana. Við tökum við henni í hreinni trú, án þess að hafa hug--
mynd um, hvað hún er. Við skynjum það eitt, að Kristur lifir, hann, sem
dó á krossi fyrir nær tveimur tugum alda. Við skynjum það, af því að
við trúum því.
Sjá bls. 344.
322