Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 37

Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 37
Stólpi á sínum stað Einn hinna helztu höfðingja í íslenzkri bœndastétt á þessari öld, Þor- steinn Sigurðsson á Vatnsleysu, var héðan kvaddur 11. október þessa árs. Hann varð liðlega áttrœður og hélt andlegri reisn sinni til dauða- stundar. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að kirkjuhöfðingjar margir hafa verið í Biskupstungum. Kirkjur eru þar einnig fleiri en í öðrum sveitum, enda hefur svo sagt verið stundum, að allir fyrirmenn í sveit- inni vœru guðsmenn, — trúnaðarmenn safnaða sinna með einhverjum hœtti. Þorsteinn á Vatnsleysu varð þjóðkunnur foringi bœnda 1 veraldar- efnum. Hitt vissu fáir nema Tungnamenn, að hann var máttarstólpi í húsi Guðs. Nœrri fermingaraldri var hann kallaður til að syngja í sókn- arkirkju sinni á Torfastöðum, nauðugur þó sakir feimni. Raust hans bar flestum raustum hœrra í því húsi hátt á sjöunda tug ára. Síðar varð hann oddviti safnaðar síns um fjóra áratugi. Trú foreldra hans var honum mjög hugstœð, og varla mun honum hafa enzt annað vegarnesti betur að heiman en trú og hollusta við það, sem heilagt var. Húslestur var lesinn hvern helgan dag á bernskuheimilinu, og það eins þótt messudagur vœri. Afrœksla helgra tíða var þar talin til ómennsku. Að tvennu leyti var Þorsteinn nœsta fágœtur maður: — Hann kunni að vera með sér eldri mönnum. Hann vissi hverjum virðing bar og holl- usta og fór þar ekki í manngreinarálit. Og trúmennska hans og skyldu rœkni við þá jörð, sem honum var heilög, — hús Guðs og helga dóma, var einstök. Þar var hvorki spurt að presti né öðrum mönnum, ekki að vináttu né vinsœldum. Þegar hringt var klukkum til tíða, var hann á sín- um stað, ef þess var nokkur kosfur. Engir mannlegir brestir né torfœrur urðu að þröskuldi, svo sjálfrátt vœri. Bœn sína las hann þar og skrýddi prest sinn, — trúr í hinu smáa og taldi þá skyldu œðsta. Hvenœr sem hátíð var eða nokkuð það, er verða mátti til eflingar menntun, mann- gildi og helgum dómum í Biskupstungum, var hann þar kominn ótrauður °g kom ekki annað til hugar. Síðasta helgan dag, er hann lifði, var hann því staddur í SkáIholtskirkju. Þann sama dag stjórnaði hann raunar eirin- '9 fundi í Skálholti. Þorsteinn var tvívegis til þess kallaður að flytja rœður á hátíðasam- komum í Skálholtskirkju. Önnur þeirra er hér prentuð með leyfi konu hans, frú Ágústu Jónsdóttur. Með þökk og virðing. G. Ól. Ól. 323
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.