Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 40

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 40
Mismunur lögmálsins og evangelíi Og ef vér viljum ganga nœr og skoðci, hver að sé mismunur lögmólsins, sem fyrir Móisen er gefið (Jóh. 1), og evangelíi, sem Kristur hefur fœrt oss úr skauti föðurins, þó er það í mörgum hlutum auðséð. Lögmólið var með stórri ógnan og reiðarþrumum útgefið. Ef að jafnvel eitt kvik- indi snertir fjallsrœturnar, sagði Guð (Exód. 19), þá skal það dauða deyja. Hið fyrsta nýja testamentisins evangelíum er með lofsöng heil- agra engla boðað og almennilegu friðarboði yfirlýst. Allt fjallið Sínaí skalf og titraði af Guðs ógnan, þar sáust leiftranir og eldingar, svo að Móises, sem var hinn mesti fullhugi og svo var kunnugur Guði, að hann talaði við hann, eins og maður við mann talar (Exód. 33), hann sagði: Ég em hrœddur og skjálfandi, hvað Pálus tiltekur til dœmis um þessi stór undur (Hebr. 12). En hér Ijómar Guðs birta í kring um hirðarana, og eng- illinn segir við þessa vesalings smalamenn: Óttizt ekki, því að í dag er yður lausnarinn fœddur, sá að er Kristur Drottinn í borginni Davíðs. Ég vil ekki fá mér til orða þœr grimmu hótanir, er lögmálinu fylgja: Ef þú hlýðir ekki raustinni Drottins Guðs þíns, segir Móises (Devt. 28), þá skulu allar þessar bölvanir koma yfir þig og höndla þig, bölvaður skaltu í borginni vera, bölvaður á akrinum, bölvuð skal þín hirzla vera, hvar þínar afgangsleifar eru, og bölvaður skal þinn lífsins ávöxtur vera, þinn jarðar ávöxtur og þinna sauða, bölvaður skaltu vera, nœr þú gengur inn, bölvaður, nœr þú út gengur, með öðru fleira og allri þeirri ólukku, er lög- málsins yfirtroðsla steypir yfir syndugar manneskjur og hrœðilegt er upp að telja. Ó, hversu það er ólíkt honum, er sagði: Komið til mín, allir þér, sem erfiði drýgið og þunga eruð þjáðir, ég vil endurnœra yður (Matt. 11). Hann meðtók tollheimtumenn og bersynduga, át og drakk með þeim (Lúk. 15) til að ávinna þá til Guðsríkis, þoldi brigzli og ámœli vondra manna þeirra vegna, hann eð sagði við hina bersyndugu hórkonu: Haf> 326

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.