Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 50

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 50
DR. RICHARD BECK: flvarpsorð á prestastefnunni 1974 Herra biskup! Virðulega prestastefna: Ég er hjartanlega (Dakklótur, herra biskupinum, fyrir þann sóma, sem hann hefir enn einu sinni sýnt mér, með því að bjóða mér að óvarpa prestastefnuna að þessu sinni, og ég þakka innilega hlý orð hans í minn garð. Á þessu mikla afmœlisóri þjóðar vorrar ber þjóðkirkja íslands hátt við sögunnar himin. Hún hefir, i andlegum skilningi, fylgt mér frá upphafi vega, og fylgir mértil daganna enda. Fœ ég eigi betur vottað henni þakkarskuld mína, en með eftirfarandi vísu, sem ég sendi í bréfi til Sigurbjörns biskups fyrir stuttu síðan: í bernsku ég lœrði bœnir við móðurkné; þœr blessun mér fœrðu á löngum œvivegi. Ei rýrnar að gildi með árum það erfðafé, en ótœmdur sjóðurinn fram að hinzta degi. í þeim anda bið ég Þjóðkirkju íslands og öllum hennar þjónum ríku- legrar blessunar Drottins allsherjar. Ættþjóðinni minni, og ykkar, bið ég, á 1100 ára afmœli íslands byggðar, gœfu og velfarnaðar um alla ókomna tíð, í ódauðlegum orðum þjóðskáldsins: íslands þúsund ár, verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðs ríkis braut. 336

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.