Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 51
Fríkirkjan 75 ára
19. nóvember 1974
Stólræða
Texti: Matt. 11.28—30.
Kceri söfnuður.
^ér komum hér saman í dag til guðs-
Nónustu í kirkju vorri eins og endra-
n®r til þess að lofa Guð og ókalla og
heyra hvað Guð, faðir, skapari vor,
'-)rottinn Jesús, frelsari vor og heilagur
Qndi huggari vor vi11 við oss tala í
S|nu orði. Og það, sem vér lofum Guð
^Vrir og viljum sér í lagi þakka að
bessu sinni er handleiðsla hans á
Þessum söfnuði þau 75 ár, sem hann
hefur verið við lýði.
Enda þótt fáir vœru lœrisveinar
^rists meðan hann gekk hér um kring,
Þá stofnaði ha nn söfnuð sinn á jörðu,
heilaga kirkju og fól henni orð
S|tt og gaf henni upprisinn, anda og
^raft af hœðum. Líf og máttur þeirrar
stofnunar er hann sjáifur og hefur ver-
9egn um fyrirheiti sín, að hvar sem
tveir eða þrír eru saman komnir í nafni
hans, þar er hann mitt á meðal þeirra.
"^9 sjá, ég er með yður alla daga
a^ til enda veraldarinnar". Kirkja
nans hefur orðið tré með mörgum
greinum og enn fleiri blöðum. Eitt
laufblað á þeim lífsins meiði (Op.22.2)
viljum vér trúa, að söfnuður vor sé, og
þökkum af alhug, að enn hefur það
ekki visnað og fokið burt. ,,Blöð trés-
ins eru til lœkningar þjóðunum" segir
Opinberunarbókin. Jesús er tréð, hinn
sanni vínviður og lœknir lýða. Og hér
er hann að finna. Orð hans: „Komið til
mín allir" stendur á altaristöflunni
eins og þér hafið séð og vitið. Það orð
er lifandi orð. Sá, er það sagði, lifir og
ríkir og boð hans stendur.
Þeim, sem lengi hafa í þessum
söfnuði verið og þykir vœnt um hann
og þessa kirkju, þeir munu finna, að
hér er margt og mikið að þakka og
lofa Guð fyrir. Einhverjar taugar hlýt-
ur hver og einn að bera til þeirrar
stofnunar, þar sem unnin hafa verið
á honum heilög verk, — ómálga börn
borin til skírnar, gengið til spurninga
í kristnum frœðum og síðan fermdur
fyrir altari Guðs. Og kannski einnig
337