Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 67

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 67
finningaleg og vifrœn forsenda pre- dikunarinnar, forsenda trúarinnar hreinu, þeirrar trúar, sem enginn fœr kveðið í kútinn, af því að hún er svo há, svo óháð öllum mannlegum rök- semdum, að enginn fœr komið á hana lQgi. Kannski er það oflœti að nefna hana ,,háa". E. t. v. vceri réttara að seg|a, að hana sé að finna handan allra mannlegra vopnaskipta. — Mannleg vopnaskipti enda í tóm- ^yggiunni. Þar verður hvert tilrœði að vindhöggi. Handan við þetta einskis- anannsland tekur trúin hreina við. V Einu sinni sat ég með nokkrum vinum að austan á einu af mannfagnaðar- ðúsum Reykjavíkurborgar, stundar- korn á laugardagskvöldi. Þarna var glatt á hjalla og allir önnum kafnir við að drepa hinn óþolandi tíma með ðrykkju, dansi og öðrum dœgramun. Ég minnist þess, að alla þá stund sem e9 sat þarna, sótti að mér sama hugs- Unin; ,,Hér er Guð. Hér er Kristur. Hér er hann, einfaldlega vegna þess að ^er ríkir tómið eitt, vonlaus viðleitni °kkar örvœntingarmanna til að troða IT|arvaðann í Ginnungagapi og halda 111 eð þeim hœtti frá okkur ógn þess hiyldýpis, sem okkar allra bíður. Hér er Guð, hér er Kristur, af því að eng- 'nn býst við honum hér og ekkert er 9ert til að búa í haginn fyrir hann. ^er erum við á flótta undan honum. ^9 þegar hann hefur rekið flóttann n°gu lengi, munum við hitta hann Vir, þar sem við liggjum, felld við ^°ldu, ein á bersvœði, þar sem engin rós hversdagslegra viðfangsefna eða stundlegs unaðar megnar lengur að bœgja frá okkur þeim geig, sem við í kvöld kappkostum að kveða niður með hávaða, ölvímu og drykkjulát- um". Nœsta dag átti ég því láni að fagna að þjóna í einni af höfuðkirkjum borg- arinnar. Sem ég stóð þar alskrýddur fyrir altari, var ég lostinn annarri hugsun, ólíkri hinni fyrri: ,,Hér er eng- inn Guð, hér er Kristur fjarri. Hér höfum við nefnilega enga þörf fyrir hann. Hér höfum við altarið og skrúðann, kórinn og söfnuðinn, kirkjugripina alla, organslátt, liti og línur. Hér höf- um við heilan hóp af heimagerðum smáguðum, sem munu fullnœgja and- legum þörfum okkar i dag. Hér kem- ur Kristur ekki. Hins vegar komum við hér og höldum frá okkur dauða- geignum og óttanum við tilgangsleys- ið með þeim íburðarmikla ramma, sem þetta hús, innanstokksmunir þess og messugjörðin öll veita okkur. Inn- an stundar förum við heim að borða sunnudagsmatinn, sœl og glöð í með- vitundinni um það, að nú höfum við átt samfélag við Krist. En höfum við hitt hann fyrir? Eða höfum við aðeins upplifað sefjandi ramma þeirrar við- kunnanlegu trúarstofnunnar, sem nefnist Þjóðkirkja íslands? Er ekki Kristur annars staðar nú? Skyldi hann ekki sitja hjá þeim, sem nú eru að vakna grúttimbraðir og útþvaéldir, af því að þeir drukku of mikið í gœr- kvöldi? Nú þurfa þeir á honum að halda, hvort sem þeir vita það eða ekki. En við þörfnumst hans miklu siður. Við höfum hér hjá okkur elsku- lega umgjörð aldagamallar stofnunar. 353

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.