Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 75
Salve,
blessað barnið fætt
Salve, blessað barnið fœtt,
borið í heim og reifum klœtt;
ó allan veg ilmandi sœtt;
oss aumum lýð
fœrandi þýða
friðar tíð.
Himnar fagni. Heiðurinn magni
helgir menn;
Eya! Eya!
Lausnin allra óstúðlig
millum dýra heilög, hýr
að hreiðrar sig.
Faðirinn kœr friðstiIItur er,
friðstilltur er og feingin þjóð
guðs lifanda líkn til handa
Ijúf og góð.
Allt hvað hefur andardrótt,
og eingla safn
hvörn dag prísi Herrans Jesú
heilagt nafn.
Salve, friðarins fagra hnoss;
friðað hefur þú guð við oss;
fœr þú mér œ þinn friðarkoss,
farsœldin hó.
Þér syng eg þó sœtt Gloríó:
„Dýrð sé guði í himnahœðum
hvörja tíð".
Eya! Eya!
Lausnin allra óstúðlig
millum dýra heilög, hýr
að hreiðrar sig.
Faðirinn kœr friðstilltur er,
friðstilItur er og feingin þjóð
guðs lifanda llkn til handa
Ijúf og góð.
Allt hvað hefur andardrótt,
og eingla safn
hvörn dag prlsi Herrans Jesú
heilagt nafn.
361