Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 77

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 77
MINNING Jósef Jónsson prófastur Fœddur 24. des. 1888. Dóinn 20. júlí 1974. Jósef Jónsson var fœddur 24. des. 1888 í Öxl í Þingi í Húnavatnssýslu og var þannig orðinn 85 óra gamall, er hann andaðist ó Landakotsspítala í Reykjavík 20. júlí slðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson bóndi í Öxl og kona hans Stefanía Guðmundsdóttir. Foreldrar hans voru af sterkum bœndaœttum í Húnavatnssýslu. Hann gekk menntaveginn eins og svo margir kunnir Húnvetningar hafa gert. Hann varð stúdent fró Mennta- skóla Reykjavíkur 1912. Eftir stúdents- próf innritaðist hann í Guðfrœðideild Hóskóla íslands og tók þaðan em- bœttispróf vorið 1915. Strax eftir embœttispróf var hann settur prestur að Barði í Fljótum og vígðist þangað 24. júlí 1915, aðeins sex dögum eftir að hann lauk embœtt- isprófi. Mun það vera alveg óvenju- lega skammur tími fró prófi til vígslu- dags. Á Barði var hann aðeins eitt ór, því órið 1916 gerðist hann aðstoðar- prestur hjó síra Jóni Halldórssyni ó Sauðanesi. Var hann aðstoðarprestur hans í tvö ór. Hinn 5. júlí 1918 var hann settur sóknarprestur í Staðarhólsþingum í Dalaprófastsdœmi og sat í Fagradal. Hinn 30. apríl 1919 var honum veitt Setbergsprestakall í Snœfells- nessprófastsdœmi, að afstaðinni lög- mœtri kosningu safnaðarins. Hann settist að ó prestssetrinu Set- bergi og varð eins og íslenzku sveita- prestarnir höfðu verið um aldir bœði prestur og bóndi. Prestsetursjörðina sat hann mjög vel, endurbœtti hana og prýddi ó margan hótt. Hann hús- 363

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.