Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 89

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 89
og erlendis Nýr erkibiskup í York Nýr erkibiskup hefir verið valinn á stól í Jórvík í stað dr. Coggan, sem tekið hefir við embætti höfuðbiskups Eng- lands í Kantaraborg. Erkibiskupinn nýi heitir Stuart Yar- worth Blanch. Hann hefir verið biskup í Liverpool síðan 1966 og er nú 56 ára að aldri, bóndasonur. Menntun hlaut hann í Alleyneskólan- um í Dulwich. Vann síðan í nokkur ár hjá tryggingafélagi í London, en gekk Þá í flugherinn brezka og var leiðsögu- maður á flutningaflugvélum aðallega í Austurlöndum fjær. Á þessum árum kynntist hann raunverulegum kristin- dómi. Hann þjónaði sem liðþjálfi í Burma og las þá Nýjatestamentið reglubundið og skipulega. Þessi reynsla hans af Guðs orði og kristn- urn mönnum varð til þess, að hann hóf háskólanám í Oxford, er herþjón- ustu hans lauk. Að því búnu hóf hann nám í Wyclilfe Hall prestaskólanum í °xford. Að því námi loknu vígðist hann djákni til Highfieldkirkju í Ox- fordbiskupsdæmi, en árið 1952 gerð- 'st hann sóknarprestur í Eynsham. Þar Þjónaði hann til ársins 1957, er hann varð aðstoðarforstöðumaður Wycliffe Nall prestaskólans. Kórsbróðir varð hann við dómkirkjuna í Rochester árið 1960 og biskup í Liverpool árið 1966. Það er haft á orði, að hann hafi verið lítt þekktur meðal 'kennilýðs í Liverpool, er hann var valinn biskup. Menn sögðu: „Hver er hann, ég hefi aldrei heyrt hans getið.“ Dr Blanch reyndist merkur biskup í Liverpool. í „Church Time“ er hann kynntur svo, að hann sé sérlega mannlegur. Engum þyki óþægilegt að vera í ná- vist hans. Hann sé laus við allan hefð- arþótta og hafi einstakt lag á, að fólk fái notið sín í návist hans, er það ræði við hann. Hann sé glettinn, en virðist þó feiminn við fyrstu kynni. Hugmynda- ríkur er hann og þorir að hætta á ný- lundu, sem honum þykir þess virði að reyna. í starfi sínu leggur hann mesta áherzlu á trúboð, og var sá, sem að mestu stóð fyrir trúboðshreyfingu um Norður-England, er nefnd var „Call to the North“. Dr. Blanch er einlægur, trúaður maður. Predikanir hans þykja einfaldar, skýrar og lausar við tilfinn- ingasemi. Fyrirlestrar hans í Liverpool biskupsdæmi, víðsvegar, sem fjölluðu um Biblíuna, voru mjög eftirsóttir. Hinn nýi erkibiskup í Jórvík er kvænt- ur og faðir fimm barna. Fjölskyldan er öll listhneigð. Allir leika á hljóðfæri. Mjög góðar vonir eru bundnar við dr. Blanch og hið nýja starf hans. 375

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.