Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 91

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 91
ÞÁTTUR UM GUÐFRÆÐI ARTICULI CHRISTIANAE DOCTRINAE flf kenningu Lúthers um sakramentin Úrdráttur unninn úr bók eftir Paul Althaus um guðfrœði Lúthers, >,Die Theologie Martin Luthers". StuSzt var viS enska þýSingu bókarinnar. SíSari hluti. KVÖLDMÁLTÍÐIN ' þeirn deilum, sem Lúther tók þátt í Urn heilaga kvöldmáltlð, beinast rök- semdir hans til margra átta. Fyrst Leinast þœr gegn Rómarkirkjunni, en síðar gegn Karlstadt og Schwenckfeld, ®n einkum þó gegn Zwingli. Nokkur Qherzlubreyting varð á framsetningu Lúthers eftir þvl við hverja hann rœddi, pott grundvallarkenning hans vœri hin sarna. Nauðsynlegt er til skilnings, að rekja þessa þróun nokkuð. Þróunin fram til 1524 kram til 1524 deilir Lúther nœr ein- 9öngu við Rómarkirkjuna. Þá heldur ann ákveðið fram kenningu um ^akramentið sem gjöf Guðs gegn enningunni um messufórn. Eftir 1524 deilir Lúther aðallega við vingltrúar- menn og við Zwingli. í þeim deilum leggur hann meiri áherzlu á líkam- lega nœrveru Krists í brauði og víni, gegn kenningunni um táknrœna notk- un kvöldmáltíðarinnar. (Kenning Rómarkirkjunnar um kvöld- máltiðina er sú, að við helgun efna sakramentisins, breytist þau í líkama og blóð Krists, sem presturinn ber fram til fórnar. Þessu hafnaði Lúther algjörlega. í messufórninni taldi hann, að reynt vœri að bera fram fórn, sem í raun Guð einn getur borið fram. Maðurinn taki sess Guðs og bjóði til máltíðar. Rétta skoðun sagði Lúther þá, að Guð einn framkvœmdi slíka hluti. Þá töldu rómverskir einnig, að trú vœri ekki nauðsynleg til móttöku 377

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.