Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 38

Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 38
koma muni aftur. Hann segir, að Gyð- ingartrúi því raunar einnig með nokkr- um hætti, að spámennirnir lifi. „Þeir eru ekki dauðir í vitund okkar. Við erum sífellt að lesa þá og nema af þeim. Eins er því farið um Jesúm, segir hann." Blessaður sé hann — Einhvern tíma sagðir þú frá stúlku, sem hafði verið hjá okkur, en var komin í herinn. Þú spurðir hana, hvort hún læsi enn Nýja testamentið. — Á? Já, hún var úr guðhræddri fjölskyldu, Gyðingur, en hafði unnið hjá okkur við barnagæzlu. Síðan varð hún herskyld, en kom í heimsókn til okkar, þegar hún hafði leyfi. Þá spurði ég hana: ,,Nú, hvernig farnast svo sál- artetrinu þarna í hernum?" Þá brosti hún og svaraði: „Ég skal segja þér, Aili, að ég les í litlu bókinni á hverj- um degi. Og ég er ekki ein um það. Flestir eru með hana hjá sér. Og séum við send í einhvers konar hættuför, þá held ég að allir hafi hana í vasanum. Það er eins og allir hafi trú á henni sér til verndar." — Og hún var sem sagt ekki krist- in? — Hún var ekki kristin, en hún kom á samkomur hjá okkur, á meðan hún starfaði hjá okkur, og fór að trúa. — Og svo að lokum: Er það enn sannfæring þín, að kristnum rnönum beri að reka kristniboð meðal Gyð' inga? — Já, vissulega. — Og hvers vegna? — í fyrsta lagi segir svo skýrum orðum í bréfi Páls postulla til Róm- verja. Ég trúi því, að öll afstaða Gyð' inga til Jesú muni breytast. Hún hefur breytzt mjög mikið og mun halda á' fram að breytast. Jesús sagði leiðtoga ísraels, sem í senn voru trúar- og þjóðarleiðtogar: „Þér mun- uð ekki sjá mig, fyrr en þér segió; Blessaður sé sá ,sem kemur í nafn1 Drottins.“ ísraelsmenn verða fyrst ^ læra að trúa á hann og vænta endur' komu hans. Og síðan munu þeir fa að líta hann. Vegur þeirra er hinn sami og vor allra annarra, trúin. G. Ól. Ól. skráði Því aS, ef þú ert höggvinn af þeim olíuviSi, sem eftir eSli sínu var villiviSur, og ert móti eSli þínu græddur viS ræktaSan olíuviS, hve miklu fremur munu þá þessar náttúrlegu greinar verSa græddar viS sinn eigin olíuviS. Rómv. 11, 24. 276

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.