Jörð - 01.12.1945, Page 13
Sigurgeir Sigurðsson:
Fræðsla
og uppeldi
UPPELDISMÁLIN eru íhugunarefni fiestra fulltíða
manna. í sambandi \ið börnin og aeskuna eiga flestir
hugsandi menn áhugamál og hugsjónir. Þeim er það ljóst, að
æskan er framtíðin, og sú ósk er flestum sæmilegum mönnum
í brjóst borin, að eiga einhvern þátt í því að fjarlægja skugg-
ana, sent þeir sjá í lífi kynslóðarinnar og stuðla að betri fram-
tíð og bjartari.
Til þessara óska liggja ýmsar ástæður. í sérhverri mannssál
er lögð þrá eftir vexti, þroska og framförum. Sú þrá er frum-
skilyrði í hinni miklu og eilífu sókn lífsins á Jörðu til æðri og
hærri markmiða. Einar skald Benediktsson lýsir þessu rétt, er
hann segir:
Að vaxa er eðlisins innsta þrá
frá efsta meiði, í traðkað strá....
Foreldrum er það mörgum ljóst, að þeir bera ábyrgð á lííi
barnsins síns. Þeim er það áhugamál að gera barnið sitt að
góðurn og sjálfstæðum manni. Og góðir menn eru brautryðj-
endur bjartari tíma. En þótt ýmsunr foreldrum sé ábyrgð sín í
þessum efnum ljós, þá fer fjarri, að hægt sé að segja þetta al-
mennt um þá, er valda því, að börn fæðast í þenna heinr. Til
er fólk - og því rniður er ýmisleg, sem bendir til þess, að því
fari fjölgandi —, sem gerir sér enga grein fyrir þessari ábyrgð
og lætur sig litlu skipta uppeldi barna sinna og \ ill helzt koma
öllu, sem barninu við kernur, yfir á annarra hendur, ýmist