Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 16
220
JÖRÐ
ganga og vinna að því með xnörgu móti, að barnið geti komizt
áfram í lífinu og orðið sjálfstæður og hamingjusamur maður,
og um leið nýtur þjóðfélagsþegn. Með öllum ráðum reyna góð-
ir foreldrar á þenna hátt að tryggja framtíð barna sinni, jafn-
vel þótt þau \ iti og hafi sjálf hlotið þá reynslu, að fátt sé í
þeim skilningi tryggt í þessum heimi.
Alls staðar, þar sem ábyrgðin er vakandi um uppeldið, vakn-
ar sti þrá fljótt að segjn barninu lil vegar, kenna því þann veg,
sem hinir eldri höfðu fengið reynslu fyrir eða sannfærst um,
að be/.t væri að ganga.
Það var algeng mynd í gamla daga, að sjá litlu stúlkuna eða
litla drenginn standa við kné ömnnt sinnar og afa. Þar nutu
þau margháttaðrar og mikilvægrar fræðsltt. Þar var í orðsins
fyllstu merkingu verið að segja lil vegar.
Þar lærði barnið að lesa. Við arin heimilisins sat það löng-
um og nam bæði bókmál og niargs konar fræði, sem síðar
komu að gagni og þar lærði það æðri sannindi, sem nrðu því
dýrmætt vegarljós á lífslciðinni. I heilagri lotningu og djtipri
alvöru var börnunum sagt frá höfundi tilverunnar, forsjón
hans, mætti og vernd. Þar var þeim sagt, af lólki, sem liafði
reynt, hvert gildi trúin á Guð hefur í stormviðrum lífsins.
Frá þessum „heimilisskólum“ komu margir mætir menn.
Jafnvel á mesta þjáningar- og |)rengingartínnim íslen/.ku þjóð-
arinnar var verið að ala henni upp leiðtoga, sem reyndust svo
sannir, máttugir og liátt lntgsandi, að Jteim auðnaðist að vísa
Jijóð sinni inn til bjartari og betri tíma. Margir af ágætustu
mönnum íslen/.ku þjóðarinnar á horfnum tímum hafa, bæði
beinlínis og óbeinlínis, látið í ljós Jiakklæti sitt og aðdáun á
Jiessum áhrifum, sem Jreir urðu fyrir heima í bernsku sinni og
æsku, er Jreim logaði Ijós mennta og innri fræðslu.
Kristnu, íslen/ku heimilin liafa sennilega um alllangt skeið
verið einhverjar hinar beztu uppeldisstofnanir, setn völ var á.
Þaðan komu þeir Bjarni, Jónas, Eggert Ólafsson og Jón Sig-
urðsson. Ahrifin úr fyrsta skólanum ,,heima“ fylgdu þeinr alla
ævi. Þau glitruðu í list þeirra og lífsstarfi og eiga eftir að verða
mörgttm leiðarljós, sem í Jressum skilningi lifðu eyðimerkur-
lífi á bernskuheimili sínu.