Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 18
222
JÖRÐ
í uppeldismálum þjóðarinnar, sem hér hefur orðið á síðustu
áratugum. Þótt síðar verði til góðs, er alls ekki undarlegt, að
ringulreið sé á hlutunum í bili. Ég lief um þrjá tugi ára iiaft
allnáin afskipti af fræðslu- og uppeldismálum og, eins og aðrir
sem láta sig þau mál skipta, hugsað allmikið um þau.
Ég man vel þá tíma, er heimilin höfðu að mestu leyti sjálf
veg og vanda af fræðslu og uppeldisstarfinu. Að framan hef ég
lýst því fyrirkomulagi að nokkru.
Ég hygg, að yfirleitt Jiafi börnin þ:í verið Jjetur uppalin, en
nú er, víðast livar. Þau voru liáttprúðari og í vissum skilningi
menntaðri. Þau þekktu meira til lífsins, sem þau áttu að fara
að lifa, og voru, þegar eftir ferminguna, reiðubúin til þess að
fara að berjast Jjaráttu sinni. Það var yfirleitt mjög brýnt fyrir
þeim á lieimilinu, að láta Jeiðast af liinum beztu kostunt í
manneðlinu. Þau áttu að vera trú í livívetna, þau áttu að leggja
fram alla krafta sína, þau áttu að finna hamingju lífsins í
vinnugleði og í því að leysa störfin sem bezt af höndum. Ég
lield, að þau liafi þá, á þeim aldri, áttað sig betur á lífinu, en
nú á sér stað og þekkt ljetur þann sannleika, að lífið krefst
átaka bæði liið innra, í manninum sjálfur, og liið ytra við
verkefnin, sem þar eru.
Ég minnist þess, að við væntum mikilla og góðra breytinga,
þegar skólaskyldan var færð úr 10 ára aldri niður í 7 ára aldur.
Ég liygg þó, að því liafi farið fjarri, að árangurinn hafi orðið
eins góður og vænzt var. Ástæðan til þess var sú, að þá, fremur
en nokkru sinni áður, liættu lieimilin að liafa áhrif á fræðslu
og uppeldi barnanna.
Eg tók eftir því þá, við barnaskólann á ísafirði, að undan-
tekningarlítið voru börnin læs, er þau komu í skólann 10 ára
gömul. Og fjöldi þeirra var fluglæs. Og þegar þau, 14 ára göm-
ul, yfirgáfu skólann, þá var yfirleitt liægt að byggja á því, væru
börnin andlega heilbrigð, að þau væru ágætlega vel læs, skrif-
uðu vel og kynnu fjórar höfuðgreinar reiknings. Á þetta þrennt
var líka lögð mjög rík álierzla. Þá var einnig lögð áherzla á,
að börnin kynnu kristinfræði. Þar var einnig grundvöllurinn
lagður heima. Fjórtán ára gamalt barn, sem er vel læst, vel
skrifandi og sæmilega fært í reikningi og veit ennfremur skil