Jörð - 01.12.1945, Síða 25
JÖRÐ
229
fingrunum. „Ég vildi helzt ekkert gera nema loia Guð allan
daginn.“
A7ið gengum síðan þrír inn í herbergi, þar sem samtal okkar
Gísla átti að fara fram.
Læt ég hann nú segja frá:
„Snnnndaginn 7. október, var stóri dagurinn," sagði hann.
„Daginn áður hafði ég verið mjög veikur og fór í rúmið, óvenju
slappur og máttlaus og í einkennilegu ástandi. Fól ég mig Guði
og leit út um gluggann upp til liimins um leið og ég fór upp í
rúmið mitt og óskaði mér, að hið mikla þrautastríð mitt tæki
nú enda og ég fengi að mæta Kristi. Skyndilega birtist mér
mynd Frelsarans, þekki ég undir eins, að það var nákvæmlega
sama vera og birtist okkur sex í skýinu í borðstoíu Elliheimilis-
ins íyrir 6 árum. Veran var í eðlilegri líkamsstærð. Yndislega
góðlegur og fallegur var hann. Mér fannst hann titra ofurlítið,
en geng út frá, að það liafi verið í augúnum á sjálfum mér. Þó
voru þau lokuð, þegar ég sá sýnina. Hann var svo bjartur. Mér
fannst sem ég sæi eðlilega alla andlitsdrætti eins og á öðrum
mönnum, en bara Jressi yndisleikur og ósegjanlegur ljómi. Þeg-
ar hann var mér horfinn, var ég í þann svipinn frískur og fór
á fætur og til vinnu, reyndi þó ekki að ganga hækjulaus. Hélt
ég með sjálfum mér, að ég væri feigur. — Svaf ég svo um nótt-
ina, þó ekki vel, jrví líkast var því, sem eitthvað vildi stríða á
mig. Um morguninn fór ég á fætur, var þó fremur máttlítill.
Geng ég lil altaris hjá presti Elliheimilisins, síra Sigurbirni Á.
Gíslasyni, ásamt 22 öðrum, um kl. 10.30. Þegar búið var að út-
deila grét ég, en man ekki til að ég hafi grátið í.mörg ár. Þó
var mér eiginlega miklu léttara í huga, enda hefur mér æfinlega
fundizt altarisgangan svala mér. Ég hef mikla trú á altarisgöng-
unni og í Jretta skipti, eins og raunar alltal', var ég með Jrað í
huga að fela mig Guði og rnæta Kristi. Hef ég verið 5 sinnum
til altaris síðan á nýjári. Eftir altarisgönguna var sem ég hefði
fengið hugfró, fann þó ekki, að höndin réttist eða fóturinn
missti þrautir. Lagðist ég upp í rúmið mitt, Jregar útvarpsguðs-
Jrjónusta frá Fríkirkjunni, þar sem séra Árni Sigurðsson átti að
prédika, hófst. Ég hlustaði á fyrsta sálminn, sem sunginn var —
og þegar fram í ræðuna kom, bað herbergisfélagi minn, sem er