Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 30
234
jÖRB
hann vanalega aftur á bak í rúmi sínu og las eða mókti, nema
ef hnoða þurfti mör eða þæfa vaðmál, en við þau verk var
hann víkingur, þó að honum létu lítt önnur innistörf. Guðs-
orð heyrði gamli maðurinn daglega frá fyrsta vetrardegi til
fyrsta sumardags, en hinn tíma ársins á hverjum sunnudegi.
Jú, jú, liann braggaðist þó nokkuð, Eggert gamli. Matar-
lystin jókst, og svo fór hann að fitna. Hann varð hraustlegri á
hörund, og honum skánaði mikið brjóstveikin. En hann var
áfram órór; renndi fram og aftur gulhvítum augunum. Það
fóru oft kippir um augnakrókana á honum, og bláleitar var-
irnar, sem næstum hurfu í skeggið, vipruðust til. Þá tók ég
líka eftir því, að stundum þegar liann sat á rúminu sínu, var
liann öðru liverju að kippa til fótunum — já, eins og tvístíga,
og hann var ennþá mjög daufur í dálkinn, spurði sjaldan neins
eða ympraði á nokkru að fyrra bragði, svaraði afar stuttlega,
ef á liann var yrt, gat meira að segja haft til að vera ergilegur,
þó að ekki væri vikið að honum neinu illu. Það gerðu yfirleitt
engir nema Þórlaug — og svo strákarnir, smalinn, sem var að-
komudrengur, og jafnaldrar hans úr kotunum við túnfótinn.
Það var ærið skrítið með hana Þórlaugu, fannst mér. Hún
var kvenmaður á fertugs aldri, þrekmikil líkamlega, en heldur
óhrjáleg ásýndum, óliðlega vaxin, beinamikil og jafnbola.
Hún var duttlungafull í lund, og ég heyrði talað um, að hún
væri móðursjúk. Ha? Eg spurði, hvað það væri, en svörin voru
frekar óskýr. Mér skildist þó, að það mundi vera eitthvað í átt-
ina við að vera bilaður á sinni. En af hverju það var kallað
þetta? Nei, það vissi enginn. Eg fór svo að gera mér hugmynd-
ir. Eg vissi, að móðir Þórlaugar var dáin, og mér datt helzt í
hug, að móðursýki væri það, að sakna ntóður sinnar svo mjög,
að nærri lægi sturlun. Eitt var það undarlegt við Þórlaugu, að
hún vildi helzt vera í verki með karlmönnum, og ég tók eftir
því, að hún virtist hafa gaman af að erta karlmenn, já, sýndist
helzt svo, að hún hefði unun af, að þeir hrintu lienni eða klipu
hana. En við kvenfólk gat hún verið ærið illvíg, og vissi ég, að
móðir mín liafði hreint og beint orðið að skerast í leikinn.
Nú vék Þórlaug ásókn sinni að Dagbjarti Eggertssyni, en liann
var henni með öllu fráhverlur. Svo fór luin að taka upp á því