Jörð - 01.12.1945, Side 32
236
JÖRÐ
hann sykur, Flandrarakex, hákarl, magálsbita og eitthvað a£
hangiketi. Ennfremur geymdi hann í koffortinu rjól og ein-
hverjar krónur. Hann fór daglega í skemmuna, ef veður var
sæmilegt, og að sumrinu sat hann löngum stundum á skemmu-
veggnum, þegar sól var og hægviðri. Hann fór þetta fylgdar-
laust. Hann þreifaði sig fram með veggnum á timburhúsinu
og síðan fram með gaflinum á því. Og svo gekk hann nokkur
skref beint áfram, unz fyrir honum varð baðstofuveggurinn,
en úr stafninum á baðstofunni lá snúra upp í skemmukamp-
inn. Gamli maðurinn brá staf sínum á snúruna og renndi hon-
um eftir henni, unz liann var kominn að kampinum.
Það var einmitt í þessum ferðum Eggerts gamla, sem þeir
slógu llestar brýnurnar, hann og Bjössi. Þarna var húsfreyjan
ekki nærstödd — og líka hægur vandinn að liætta, ef einhver
sást koma fyrir hornið á timburhúsinu. Hann sagði jafnöldr-
um sínum og kunningjum frá orðasennum sínum og gamla
mannsins, og svo fóru þeir því að sitja um að vera viðstaddir.
Fyrst voru þeir aðeins þögulir áheyrendur, en brátt tóku þeir
að taka þátt í rimmunum. Og þar kom, að þeir voru orðnir
fíknir í að liitta Eggert gamla og eiga í orðakasti við hann. Þeir
félagar fóru líka að hafa í frammi við hann smáhrekki, reyra
skemmuna svo vandlega aftur, að erfitt væri fyrir liinn blinda
mann að opna hana, læðast að honum og öskra í eyrað á Iion-
um, en þó einkum að leysa snúruna úr baðstofugaflinum, svo
að gamli maðurinn hefði engan vegvísi.
Hvort ég tók ekki þátt í þessu? Nei, það var nú síður en svo:
Ef ég hefði verið einhvers megnugur gagnvart strákunum, þá
hefði ég komið í veg fyrir, að þeir væru að erta Eggert gamla.
En ég sagði ekki eftir þeim, því að ég hafði enga trú á, að þeir
hættu ertingum sínum, þó að við þá væri talað, og svo hafði það
snennna komizt inn hjá mér, að allur slúðurburður og öll
klögiunál væru ódrengileg tiltæki og kæinu oftast illu af stað,
án þess að nokkuð ynnist af því, sem til væri ætlazt.
Ég hafði varla séð Eggert fyrr en ég \ arð gripinn djúpri með-
aumkun. Mér fannst eitthvað þjáningarkennt og um leið eins
og dularfullt við hann. Nei, ég fór ekki strax að skipta mér af
honum, en ég tók mjög mikið eftir honum, sat um að vera í