Jörð - 01.12.1945, Side 33
JÖRÐ
237
nánd við hann, þegar hann hélt sig vera einan, því að þá tautaði
hann oft sitthvað fyrir munni sér, og stundum sagði hann
ýmislegt upphátt. Oft var það samhengislaust eða þá að
minnsta kosti slitróttur þráður. Stundum stundi hann upp
fyrirbænum, en líka bar við, að hann barmaði sér og stöku
sinnum voru orð lians formælingar, og þá skalf ég og nötraði af
dulrömmum ugg. Einu sinni sá ég liann tárfella, hrista höfuð-
ið aftur og aftur og tárfella.
— Enginn hér! sagði hann. — Enginn þar — einn, einn, al-
einn!
Hann skotraði gulhvítum sjónum, hristi höfuðið aftur og
aftur; kippir í andlitinu.
Svo:
— Bjartur hér, liún þar — já, liver sér, hver útaf fyrir sig;
hræðast mig h'ka allir — all-ir!
Æ, mig verkjaði í brjóstið vinstra megin. Vesalings gamli
maðurinn! En svo illa sem mér leið, þá gat ég ekki slitið mig
frá að iiorfa á hann, hlusta á hann, og nú fór mig að langa til
að hjálpa honum. En Jivað gat ég. .. . livað mundi ég geta,
þegar gömlum manni, sem margt var búinn að þekkja og rnargt
að reyna, leið svona illa?. . . . En að Guð skyldi ekki hjálpa
honum!.... Og þegar ég var kominn í rúmið um kvöldið,
þá fór ég að biðja Guð fyrir Eggert gamla. Þegar ég var búinn,
var ég rólegri, ánægðari. Að Guð bænheyrði mig? Nei, ég veit
ekki, hvað ég hélt um það; hafði reynt að biðja hann um þetta
og liitt — en það ekki sosum verið til neins, oft að minnsta
kosti ekki verið til neins.... En hvað sem leið voninni um
bænheyrslu, þá var ég rólegri og ánægðari en áður, fannst eins
og við Eggert gamli værum orðnir tveir um sameiginlegt á-
hugamál, mikilvægt trúnaðarmál.
Morguninn eftir, þegar ég var kominn á stjá, fór ég fljót-
lega til gamla mannsins. Hann missti hnykil á gólfið, og ég
rauk til og rétti honum hann.
— Gerðu svo vel, Eggert minn!
Hann rak upp á mig blind augun, sat um stund grafkyrr,
sagði síðan tómlega, tortrygginn, hissa:
— Hver er það?