Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 34
238
JÖRÐ
— Doddi litli.
Hann steinþagði.
Rétt á eftir lagði liann frá sér prjón, og fám augnablikum
síðar fór liann að þreifa eftir honum. Prjónninn lá í fellingu
á brekáninu. Nei, gamli maðurinn þreifaði of langt frá sér. Svo
rauk ég til, tók prjóninn:
— Hann er hérna, Eggert minn! Gerðu svo vel!
Aftur var sem hann horfði á mig. Svo sagði liann:
— Þakka þér fyrir, stúfurinn!
Þarna var þá ísinn brotinn. Ég fór að gera honum smágreiða
— fyrst ótilkvaddur, en svo. . . . já, svo fór hann að biðja mig
að gera þetta eða hitt. Og brátt var þannig orðið með okkur,
að við spjölluðum heilmikið saman, þegar aðrir heyrðu ekki
til. Já, það gat dottið í liann að segja mér margt, sem gerzt liafði
á yngri árnm hans, og stundum hristi hann þá höfuðið og
brosti. Jú, hann fór að kalla mig inn í skemmu og gefa mér
sykurmola eða franskt kex, en annað vildi ég ekki af dásemd-
unum, sem í koffortinu voru; var dálítið velkt, sumt af matn-
um. Hann kallaði mig vanalega stújinn, og það lét ég mér vel
líka. Stundum kallaði liann:
— Ertu þarna, stúfurinn!
— Já, Eggert minn!
— Jasja, stúfurinn!
Svo var Joað kannski ekkert meira. En mér sýndist færast
hýrusvipur á andlitið á honum, og hann réri og réri með prjón-
ana. Stundum fór hann að mnldra eittlivað.
— Lof mér að taka í lúkuna á Jrér, stúfurinn! sagði hann
stöku sinnum. Jú, ég kom með höndina, og liann jDuklaði:
— Lítil, en Jrétt, lieit og þétt — Jrað er hún, ögnin; verður
lánsliönd, Herranum sé lof!
Já, við Eggert gamli vorum orðnir vinir, og. . . . og um
haustið, Jregar Bjartur hafði farið í kaupstað, fékk gamli mað-
urinn mér vasalmíf með skelplötukinnum — og vasabók og
blýant. Þá kyssti ég hann, og liann dró mig að sér, sagði ekki
neitt, bara Jrrýsti mér upp að brjóstinu á sér. Þegar hann var
búinn að sleppa mér, sá ég tár á kinnunum á honum.
Daginn eftir fann ég upp á því að koma með bók og lesa