Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 35
JÖRÐ
239
fyrir hann upphátt. Hann vildi helzt, að ég læsi Fornaldarsög-
ur Norðurlanda og Rimur af Likafrón kóngi og liöppum hans:
— Arvítinn hann Kaffon! sagði hann og hristi höfuðið!
Meira garnan að honum en sjálfum Fróna!
Og hvað haldið þið? Eggert gamli var að verða rórri og
glaðari yfirleitt, ekki nærri eins stuttur í spuna, ekki argur út
úr engu, sjaldan að minnsta kosti, og liann tautaði sama og
ekkert, að hann væri einn, en sagði stundum eitthvað, svo sem
í upprifjunartón — eða eins og viðurkennandi:
— Gaman var það!. . . . Ég held ég muni!.... Satt er — víst
er — hvort ekki!
Og á jólunum gaf Bjartur mér bók, gaf mér hana sjálfur,
og það var skrifað á liana:
Yngispiltur Þórður Guðmundsson.
Gleðileg jól og golt nýtt ár!
Þinn einlœgur Dagbjartur Eggertsson.
Bókin hét A Guðs vegum, og ég hélt hún mundi vera jafn-
óskiljanleg, já — fyrirgefið — jafnleiðinleg eins og Vegurinn
til Krists', sem mér hafði verið gefin árið áður. En, víst var þessi
hók ekki auðskilin, nei, og mér skildist, að það væri sitt hvað
í henni, sem ekki stemmdi við það, senr mér hafði verið sagt
og kennt að væri rétt. En hvað ég var samt sólginn í að lesa
hana, að lifa liana, væri kannski réttara, því það gerði ég í anda,
og grét yfir henni. Loks orðin, sem mér urðu svo minnistæð:
Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir . . .
Æ, ég veit ekki, hvort þau voru nákvæmlega svona. En svona
festust þau mér í minni.... Og eftir þeirri kenningu, sem
mér fannst felast í þeim, vildi ég svo gjarnan lifa — gat
varla verið nein synd að Iiafa þau fyrir eins konar trúarjátn-
ingu. ... En. .. . en!. . . . O, það er þægilegt að lofa sér og
öðrum einhverju, sem rnanni finnst rétt og fallegt, — en að
enda loforðin!
SVO var það vorið eftir, að þeir feðgar fluttust að Hömrum,
að við vorum eitt sinn samankomnir, strákarnir, uppi á
skemmulilaði. Eg var yngstur, ellefu ára, og svo voru það þeir,