Jörð - 01.12.1945, Síða 37
JORÐ
241
— Hann tryði ykkur ekki.
Þögn.
Svo frá Jonna:
— Jú, liann tryði því, — þetta er soddan lielvítis kvikindi!
— Eg er nú ekki alveg viss um það, sagði Maggi.
— Að hann sé kvikindi?
— Nei, að liann tryði því. Þetta er ógurlegt uppáhald, sem
ltann liefur á Dodda! Ég gæti meira að segja trúað, að hann
tryði því ekki, þó að Doddi segði hönum það sjálfur. Hann er
svoleiðis, karlinn!
— Éttu skít! Þetta var Jónni.
En Bjössi hafði staðið á öndinni af spenningi, og nú stamaði
liann eins og alltaf, þegar lionum var ósköp rnikið niðri fyrir,
og hann greip báðum höndum upp í brúnan lubbann á höfð-
inu á sér og togaði í:
— En.... en. . . . en hva-hva-hvað Iieldur þú sjálfur, Do-
Doddi?
— Ég hugsa liann tryði því, ef ég segði honum það, af því
að ég er ekki vanur að ljúga að Iionum. En ég er ekkert viss um,
að hann yrði vondur.
— Að hann yrði vondur! Bölvaður asni ertu! Ojá, þetta var
sosum orðalag Jonna.
— Hann yrði sjálfsagt helmingi verri en ef við gerðum það,
ég sný ekki frá því, sagði Maggi. — Ja, nema þú beinlínis
segðir honum, að þú hefðir gert þetta út úr þrætni!
— O, þetta er soddan andskotans rót! Ennþá Jonni — með
sín góðlátlegu orð, sínar fallegu meiningar.
Ég reis upp, leit á Jonna, brúnaþungur, ataleygur. Ég fann,
að ég var að verða rauður í andliti.
— Helvítis rótarkvikindi! áréttaði Jonni.
Þetta var ekki stríðni. Jonni var bæði illgjarn og heimskur
— ja, reyndar. . . . ef verulega þurfti á hans aðstoð að halda, þá
sýndist hann hafa bæði vilja og vit!
Nú greip Bjössi í mig, vildi ekki fyrir nokkurn mun, að við
færum í hár saman, við Jonni. Þá yrði ekkert úr því, sem hann
var nú orðinn svo hroðalega spenntur fyrir:
— Vi-við skulum ba-bara reyna! stamaði hann.
16
L