Jörð - 01.12.1945, Side 38
242
JÖRÐ
Þögn.
Síðan Mangi:
— Ja-á, því ekki það?
— O, andskotinn! Hann þorir það ekki. Hann veit, að karl-
fjandinn verður vitlaus og fyrirgefur honum aldrei; og hann
fær þá hvorki bækur né hnífa — nei, alls ekki neitt, þetta grey,
hann Doddi!
— Hol-kjaft! sagði ég og spratt á fætur. — Þið haldið, að þið
getið spennt mig upp! En ég er víst ekki vanur að taka niark á
ykkur — ég tek svo iítið mark á ykkur, að ég ætla að gera þetta,
þó að ég viti, að þið þykist sosum vera að spenna mig upp — er
ekki mikið hræddur við það, að hann þoli mér það ekki, liann
Eggert!
Mangi hissa:
— Og ætlar ekki að segja honum það, að við höfum.... að
það hafi komið út af því, að við höfum verið að. . . .!
— Nei.
— O-o-o-ho! Það sauð í Bjössa af spenningi.
Og þarna lá Jonni og góndi grettur á mig, vitandi ekki hvað-
an á sig stóð veðrið.
— Meinarðu þetta, bölvaður bjáninn? hreytti hann því næst
út úr sér, — meinarðu, að þti ætlir að gera það?
— Já, ég skal sýna ykkur, að þið séuð fífl, sem hafi ekki vit á
mönnum frekar en kofaveggurinn þarna! Og ég gekk snúðugt
að baðstofustafninum og leysti snúruna, hankaði nokkuð af
henni upp og henti hönkinni síðan upp á hlað.
Ég var varla kominn til strákanna aftur, þá er gamli maður-
inn kom fyrir hornið á framhúsinu. Þegar hann var kominn
að baðstofukampinum, pataði liann með stafnum. Svo stóð
hann nokkur augnablik alveg lireyfingarlaus, virtist hlusta. En
við létum ekkert í okkur iteyra. Svo beygði hann sig, fór jafn-
vel á hækjur sínar, þreifaði urn itiaðið, hvort hann fyndi ekki
endann.- Síðan rétti hann sig upp, og nú tautaði hann:
— Helvízkir tíkarsynirnir!
— Ho, ho! gall í Jonna, og hann ýtti við mér, kallaði síðan:
— Kallarðu nú iiúsmóður þína tik\
Eggert gamli stóð og liiustaði, sagði síðan skjálfandi: