Jörð - 01.12.1945, Side 39
JÖRÐ
243
— Ætlið þið nú að fara að ljúga á liann, bölvaðir pöddu-
fóstrarnir!
— Það er engin lygi, Eggert minn! IJað var Doddi, sem gerði
það núna!
lijössi var staðinn á fætur, og nú vöðlaði hann út úr sér:
— Ja-ja-ja-ja-já, það var ha-ann, senr gerði það núna!
Jonni:
— Reyndu að spyrja hann, hölvaður hrökkállinn!
Hvort það var eitthvað í raddblæ strákanna, sem har þess
vitni, að þeir segðu satt — eða livort garnla manninum hefur
alveg ofboðið ósvífni þeirra, þá var svo mikið víst, að hann stóð
þögull og hreyfingarlaus, sagði ekki — eins og við allir hefðurn
húizt við: Þið ljúgið því, bölvaðir eldpúkarnir! Eða: Farið þið
til Oðins í norðvestri fyrir lygina. . . .!
Og allt í einu þaut ég af stað til gamla mannsins, stanzaði
rétt fyrir framan hann og sagði:
— Þeir segja satt. Það var ég, sem gerði það núna, Eggert
minn!
Hann kipptist við, stóð síðan nokkur augnahlik, og höfuðið
sé niður á bringuna. Því næst vék hann sér við og staulaðist
af stað, já, hokinn var liann. Og ég stóð eins og dæmdur. Það
heyrðist ekki æmta í strákunum. Nú livarf liann fyrir hornið
á framhúsinu. Og ég — ég stóð enn og góndi. Svo tók ég sprett-
inn, þaut fram.hlað og inn brekku, niður í árdal.
— Ho, sáuð þið til, bölvaðir asnarnir, livað hann var lengi
að trúa! glommaði í Jonna.
EG fleygði mér á grúfu í grasið. Eg grét, var bæði hryggur
og reiður. Víst liafði þeim tekizt að ginna mig eins og
þurs, og þó þóttist ég greindari og fróðari en þeir. . . .! Hvernig
hann hafði orðið, gamli maðurinn! O, það var eins og hefði
verið slökkt ljós, sem hefði lýst upp andlitið á honum — og svo
baksvipurinn, — einkennilegt, að það gat stundum verið eins
og maður sæi bezt á baksvipilum, hvernig einhverjum leið —
þar gleynrdi hann að dyljast, þó að liann annars vildi dyljast. . .
En hvernig hafði ég getað. . . .? Hugsa sér. . . .! Hvort ég ætti
að fara til hans og segja honum, hvernig allt hefði verið? Ha —
n*