Jörð - 01.12.1945, Síða 40
244
JÖRÐ
hvaða gagn mundi sosum vera í því — livaða afsökun í því? Ég
hafði brugðizt honum, liafði að minnsta kosti haft það í fífl-
skaparmálum, sem honum.... leikið mér að því, senr honum
var. . . . Hvernig hafði hann ekki breytzt við að fara að þykja
vænt um mig? Hvað hafði hann ekki viljað fyrir mig gera. . . .?
Nei, nei, ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Kannski var hann nú
grátandi inni í rúmi!
Ég spratt á fætur og hljóp í þeytingsspretti upp árdalinn, upp
brekkuna — staðnæmdist ekki fyrr en við liornið á innstu
skemmunni. Þar tyllti ég mér svo á tá, gægðist: Strákarnir voru
farnir. . . . Ég fór inn í bæ og upp á loft. Þarna lá gamli mað-
urinn uppi í rúmi, sneri sér upp, lá þarna samanhnipraður,
undir ábreiðunni. Og þarna var fólk, gamla Gudda og fleiri,
og bráðum yrði ég að fara í smalamennsku með Birni....
Björri ætlaði að fara að ympra á því, sem gerzt hafði, en ég
leit þannig á hann, að hann steinþagnaði í miðju orði. Eg
lmgsa, að ég hafi aldrei fram að þessu litið eins alvöruþrungn-
um og ógnandi augum á nokkurn mann. Og liafði ég ekki
breytzt, — breytz.t á nokkrum klukkustundum? Minnsta kosti
var það svo, að þennan dag tók ég í mínar héndur stjórnina
við umsinningu fjárins — og liafði hana framvegis. Björn fékk
ekki úr mér eitt einasta orð nema fyrirskipanir — þær eins og
kornu af sjálfu sér — og það líka, að hann hlýddi umyrðalaust.
Við komum ekki heim fyrr en um náttmál, og mér gafst
ekkert færi á því að tala við Eggert gamla. Hann sat með prjón-
ana sína, álútur, hvarflaði ekki einu sinni blindum augunum.
Það virtist yfir honum einhver undarleg ró — ha? — eins og
stirðnun var það.
MORGUNINN eftir fórum við Bjössi klukkan sex til lamb-
fjárins, og það var komið fram yfir hádegi, þegar við
komum heim. Við borðuðum morgunmatinn, og síðan fór ég
upp í loftsgatið. Ég mátti leggja mig, en hafði enga eirð í mér
til þess. Ég skyggndist bara um í baðstofunni. Nei, gamli mað-
urinn var þar ekki. Ég flýtti mér út, fór upp á skemmuhlað og
stökk upp í sundið milli innri skemmanna, skreið síðan upp
á mæni á þeirri innstu. Jú, þarna sat hann á vanastaðnum, í